Dílaskarfur hópast að vötnum Svavar Hávarðsson skrifar 27. janúar 2017 07:00 Á litlum hólma á Elliðavatni sátu í gær 25 skarfar og aðrir átta á vatninu við svokallaðar Engjar. Mynd/Jón Kristjánsson Svo virðist sem dílaskarfur sæki mun meira upp á ferskvatn en hann gerir alla jafna. Líklegar skýringar liggja í breyttu tíðarfari og breytingar á fæðuframboði hjá sjófugli. Jón Kristjánsson fiskifræðingur vekur athygli á því í Facebook-færslu að á dögunum hafi hann talið tuttugu skarfa á Elliðavatni, en í gær taldi hann 32 fugla. Jón hefur öðrum fremur komið að rannsóknum á lífríki Elliðavatns, og hefur í fjóra áratugi fylgst með vatninu og þróun lífríkisins þar. Hann segir frá því að aðeins einu sinni hafi hann áður séð skarfa við vatnið, en það var í fyrra. Veiðifréttavefurinn Vötn&veiði gerir málinu skil en í spjalli við færslu Jóns deila veiðimenn reynslu sinni, en færsluna birti Jón í hópnum Veiðidellan er frábær. Þar kemur fram að skarf er að finna við margar ár, og eru ár á Vesturlandi sérstaklega nefndar. Tugir fugla munu vera við Laxá í Kjós þessa dagana, svo dæmi sé nefnt. Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir það hafa lengi verið þekkt að dílaskarfar leiti í svolitlum mæli inn til landsins á vetrum. „En svo virðist sem þessi hegðun sé eitthvað að aukast síðustu ár. Ekki er ljóst hvort það stafar af mildara tíðarfari eða breyttum fæðuskilyrðum. Í norðanverðri og Mið-Evrópu er önnur undirtegund dílaskarfa en hérlendis og er hún frábrugðin í háttum með að verpa í trjám og eyða vetrinum í ríkum mæli við fiskivötn á meðan dílaskarfar af íslenska stofninum eru nær einskorðaðir við sjóinn, verpa í fuglabjörgum, eyjum og skerjum og afla fæðu þar allan ársins hring í sjó,“ segir Guðmundur. Að sögn Guðmundar er aðalfæða dílaskarfs marhnútur allan ársins hring, en einnig étur hann kola, sprettfisk og þyrskling. „Skarfar eru tækifærissinnar og við vitum að fæðuframboð hefur verið skert undanfarin ár, reyndar síðan 2005, vegna hruns sandsílastofnsins við suður- og vesturströndina. Það gæti haft bein áhrif á fæðu skarfanna, einkum að sumarlagi og óbein áhrif á fæðuframboð að vetrarlagi, sem þá leita á önnur mið. Tíðarfar hefur að sjálfsögðu áhrif á aðstæður, en skarfar þurfa vakir til þess að geta stundað veiðar í vötnum. Veturinn 2016-17 hefur verið óvenju mildur til þessa. Með varpstofn dílaskarfa um 4.400 pör um þessar mundir sem umreiknast í rúmlega 20.000 einstaklinga að vetri þá eru fáeinir tugir eða hundruð fugla inn til landsins hverfandi hluti stofnsins,“ segir Guðmundur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Svo virðist sem dílaskarfur sæki mun meira upp á ferskvatn en hann gerir alla jafna. Líklegar skýringar liggja í breyttu tíðarfari og breytingar á fæðuframboði hjá sjófugli. Jón Kristjánsson fiskifræðingur vekur athygli á því í Facebook-færslu að á dögunum hafi hann talið tuttugu skarfa á Elliðavatni, en í gær taldi hann 32 fugla. Jón hefur öðrum fremur komið að rannsóknum á lífríki Elliðavatns, og hefur í fjóra áratugi fylgst með vatninu og þróun lífríkisins þar. Hann segir frá því að aðeins einu sinni hafi hann áður séð skarfa við vatnið, en það var í fyrra. Veiðifréttavefurinn Vötn&veiði gerir málinu skil en í spjalli við færslu Jóns deila veiðimenn reynslu sinni, en færsluna birti Jón í hópnum Veiðidellan er frábær. Þar kemur fram að skarf er að finna við margar ár, og eru ár á Vesturlandi sérstaklega nefndar. Tugir fugla munu vera við Laxá í Kjós þessa dagana, svo dæmi sé nefnt. Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir það hafa lengi verið þekkt að dílaskarfar leiti í svolitlum mæli inn til landsins á vetrum. „En svo virðist sem þessi hegðun sé eitthvað að aukast síðustu ár. Ekki er ljóst hvort það stafar af mildara tíðarfari eða breyttum fæðuskilyrðum. Í norðanverðri og Mið-Evrópu er önnur undirtegund dílaskarfa en hérlendis og er hún frábrugðin í háttum með að verpa í trjám og eyða vetrinum í ríkum mæli við fiskivötn á meðan dílaskarfar af íslenska stofninum eru nær einskorðaðir við sjóinn, verpa í fuglabjörgum, eyjum og skerjum og afla fæðu þar allan ársins hring í sjó,“ segir Guðmundur. Að sögn Guðmundar er aðalfæða dílaskarfs marhnútur allan ársins hring, en einnig étur hann kola, sprettfisk og þyrskling. „Skarfar eru tækifærissinnar og við vitum að fæðuframboð hefur verið skert undanfarin ár, reyndar síðan 2005, vegna hruns sandsílastofnsins við suður- og vesturströndina. Það gæti haft bein áhrif á fæðu skarfanna, einkum að sumarlagi og óbein áhrif á fæðuframboð að vetrarlagi, sem þá leita á önnur mið. Tíðarfar hefur að sjálfsögðu áhrif á aðstæður, en skarfar þurfa vakir til þess að geta stundað veiðar í vötnum. Veturinn 2016-17 hefur verið óvenju mildur til þessa. Með varpstofn dílaskarfa um 4.400 pör um þessar mundir sem umreiknast í rúmlega 20.000 einstaklinga að vetri þá eru fáeinir tugir eða hundruð fugla inn til landsins hverfandi hluti stofnsins,“ segir Guðmundur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira