Dílaskarfur hópast að vötnum Svavar Hávarðsson skrifar 27. janúar 2017 07:00 Á litlum hólma á Elliðavatni sátu í gær 25 skarfar og aðrir átta á vatninu við svokallaðar Engjar. Mynd/Jón Kristjánsson Svo virðist sem dílaskarfur sæki mun meira upp á ferskvatn en hann gerir alla jafna. Líklegar skýringar liggja í breyttu tíðarfari og breytingar á fæðuframboði hjá sjófugli. Jón Kristjánsson fiskifræðingur vekur athygli á því í Facebook-færslu að á dögunum hafi hann talið tuttugu skarfa á Elliðavatni, en í gær taldi hann 32 fugla. Jón hefur öðrum fremur komið að rannsóknum á lífríki Elliðavatns, og hefur í fjóra áratugi fylgst með vatninu og þróun lífríkisins þar. Hann segir frá því að aðeins einu sinni hafi hann áður séð skarfa við vatnið, en það var í fyrra. Veiðifréttavefurinn Vötn&veiði gerir málinu skil en í spjalli við færslu Jóns deila veiðimenn reynslu sinni, en færsluna birti Jón í hópnum Veiðidellan er frábær. Þar kemur fram að skarf er að finna við margar ár, og eru ár á Vesturlandi sérstaklega nefndar. Tugir fugla munu vera við Laxá í Kjós þessa dagana, svo dæmi sé nefnt. Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir það hafa lengi verið þekkt að dílaskarfar leiti í svolitlum mæli inn til landsins á vetrum. „En svo virðist sem þessi hegðun sé eitthvað að aukast síðustu ár. Ekki er ljóst hvort það stafar af mildara tíðarfari eða breyttum fæðuskilyrðum. Í norðanverðri og Mið-Evrópu er önnur undirtegund dílaskarfa en hérlendis og er hún frábrugðin í háttum með að verpa í trjám og eyða vetrinum í ríkum mæli við fiskivötn á meðan dílaskarfar af íslenska stofninum eru nær einskorðaðir við sjóinn, verpa í fuglabjörgum, eyjum og skerjum og afla fæðu þar allan ársins hring í sjó,“ segir Guðmundur. Að sögn Guðmundar er aðalfæða dílaskarfs marhnútur allan ársins hring, en einnig étur hann kola, sprettfisk og þyrskling. „Skarfar eru tækifærissinnar og við vitum að fæðuframboð hefur verið skert undanfarin ár, reyndar síðan 2005, vegna hruns sandsílastofnsins við suður- og vesturströndina. Það gæti haft bein áhrif á fæðu skarfanna, einkum að sumarlagi og óbein áhrif á fæðuframboð að vetrarlagi, sem þá leita á önnur mið. Tíðarfar hefur að sjálfsögðu áhrif á aðstæður, en skarfar þurfa vakir til þess að geta stundað veiðar í vötnum. Veturinn 2016-17 hefur verið óvenju mildur til þessa. Með varpstofn dílaskarfa um 4.400 pör um þessar mundir sem umreiknast í rúmlega 20.000 einstaklinga að vetri þá eru fáeinir tugir eða hundruð fugla inn til landsins hverfandi hluti stofnsins,“ segir Guðmundur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Svo virðist sem dílaskarfur sæki mun meira upp á ferskvatn en hann gerir alla jafna. Líklegar skýringar liggja í breyttu tíðarfari og breytingar á fæðuframboði hjá sjófugli. Jón Kristjánsson fiskifræðingur vekur athygli á því í Facebook-færslu að á dögunum hafi hann talið tuttugu skarfa á Elliðavatni, en í gær taldi hann 32 fugla. Jón hefur öðrum fremur komið að rannsóknum á lífríki Elliðavatns, og hefur í fjóra áratugi fylgst með vatninu og þróun lífríkisins þar. Hann segir frá því að aðeins einu sinni hafi hann áður séð skarfa við vatnið, en það var í fyrra. Veiðifréttavefurinn Vötn&veiði gerir málinu skil en í spjalli við færslu Jóns deila veiðimenn reynslu sinni, en færsluna birti Jón í hópnum Veiðidellan er frábær. Þar kemur fram að skarf er að finna við margar ár, og eru ár á Vesturlandi sérstaklega nefndar. Tugir fugla munu vera við Laxá í Kjós þessa dagana, svo dæmi sé nefnt. Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir það hafa lengi verið þekkt að dílaskarfar leiti í svolitlum mæli inn til landsins á vetrum. „En svo virðist sem þessi hegðun sé eitthvað að aukast síðustu ár. Ekki er ljóst hvort það stafar af mildara tíðarfari eða breyttum fæðuskilyrðum. Í norðanverðri og Mið-Evrópu er önnur undirtegund dílaskarfa en hérlendis og er hún frábrugðin í háttum með að verpa í trjám og eyða vetrinum í ríkum mæli við fiskivötn á meðan dílaskarfar af íslenska stofninum eru nær einskorðaðir við sjóinn, verpa í fuglabjörgum, eyjum og skerjum og afla fæðu þar allan ársins hring í sjó,“ segir Guðmundur. Að sögn Guðmundar er aðalfæða dílaskarfs marhnútur allan ársins hring, en einnig étur hann kola, sprettfisk og þyrskling. „Skarfar eru tækifærissinnar og við vitum að fæðuframboð hefur verið skert undanfarin ár, reyndar síðan 2005, vegna hruns sandsílastofnsins við suður- og vesturströndina. Það gæti haft bein áhrif á fæðu skarfanna, einkum að sumarlagi og óbein áhrif á fæðuframboð að vetrarlagi, sem þá leita á önnur mið. Tíðarfar hefur að sjálfsögðu áhrif á aðstæður, en skarfar þurfa vakir til þess að geta stundað veiðar í vötnum. Veturinn 2016-17 hefur verið óvenju mildur til þessa. Með varpstofn dílaskarfa um 4.400 pör um þessar mundir sem umreiknast í rúmlega 20.000 einstaklinga að vetri þá eru fáeinir tugir eða hundruð fugla inn til landsins hverfandi hluti stofnsins,“ segir Guðmundur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira