Lífið

Die Hard-leikari látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Shigeta sló í gegn á sjötta áratugnum en er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem
Shigeta sló í gegn á sjötta áratugnum en er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Vísir/Getty
James Shigeta, einn af fyrstu leikurunum með asískan bakgrunn sem sló í gegn í Bandaríkjunum, lést í gær 81 árs að aldri.

Shigeta er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Joseph Yoshinobu Takagi í fyrstu Die Hard-myndinni frá árinu 1988 sem skartaði þeim Bruce Willis og Alan Rickman í aðalhlutverkum.

Shigeta lék í nokkrum sjónvarpsþáttaröðum og kvikmyndum eftir að hann sló í gegn í söngkeppni á sjötta áratug síðustu aldar.

Fyrsta kvikmyndahlutverk Shigeta var í The Crimson Kimono og ári síðar deildi hann Golden Globe-verðlaunum sem efnilegasti leikarinn með stjörnum á borð við George Hamilton og Troy Donahue.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×