Enski boltinn

Di Maria ræddi við Ronaldo um mikilvægi sjöunnar hjá United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Angel Di Maria og Louis van Gaal.
Angel Di Maria og Louis van Gaal. Vísir/Getty
Angel Di Maria stóð sig vel í dag á fyrsta blaðamannafundinum sem leikmaður Manchester United og hollenski knattspyrnustjórinn Louis van Gaal var augljóslega ánægður með svörin hjá nýjasta og dýrasta leikmanni félagsins.

Louis van Gaal talaði mikið um mikilvægi þess að Angel Di Maria yrði fyrst og fremst góður liðsmaður og öll svör Di Maria voru á þeim nótunum.

Það er mikil pressa á Angel Di Maria enda eyddi Manchester United 59,7 milljónum punda í hann og ef marka má spilamennsku liðsins í upphafi tímabils þá þarf liðið sárlega á vítamínssprautu að halda.

Angel Di Maria mun verða í sjöunni hjá Manchester United og fetar þar í fótspor margra af farsælustu leikmönnum félagsins í gegnum tíðina.

Það kom líka fram á blaðamannafundinum að Angel Di Maria hafi talað við Cristiano Ronaldo um mikilvægi sjöunnar á Old Trafford áður en hann yfir gaf Santiago Bernebau.

„Cristiano Ronaldo talaði við mig í Madrid og útskýrði það fyrir mér hversu mikilvæg sjöan er hjá Manchester United. Ég vonandi get staðið undir því að spila í númer sjö," sagði Angel Di Maria á blaðamannafundinum.


Tengdar fréttir

Di Maria: Ég er kominn til að hjálpa til

Angel Di Maria hélt sinn fyrsta blaðamannafund sem leikmaður Manchester United í dag en United gerði hann að dýrasta leikmanni Bretlandseyja þegar félagið keypti hann á 59,7 milljónir punda frá Real Madrid í vikunni.

Van Gaal: Það eru tíu menn meiddir hjá okkur

Louis Van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, er að sjálfsögðu mjög sáttur með komu Angel Di Maria til United en Hollendingurinn er ekki eins kátur með stöðuna á leikmannahópi sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×