Enski boltinn

Di María ekki alvarlega meiddur

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Meiðsli hrjá Di María
Meiðsli hrjá Di María vísir/getty
Louis van Gaal knattspyrnustjóri Manchester United segir Argentínumanninn Ángel di María ekki vera alvarlega meiddan en hann var ekki í leikmannahópi United sem lagði Newcastle United 3-1 í gær.

Van Gaal greindi frá því eftir leikinn við sjónvarpsstöð Manchester United, MUTV, að hann hafi meiðst á síðustu æfingu fyrir leikinn.

Di María missti af fyrstu þremur leikjum Manchester United í desember eftir að hafa meiðst á aftanverðu læri gegn Hull City í lok nóvember.

„Hann hætti á æfingu í upphitun. Þetta er ekki meiðsli á aftanverðu læri eða í vöðva,“ sagði Van Gaal.

„Þetta eru ekki alvarleg meiðsli. Þetta er mjaðmagrindin og hvernig hún tengist fætinum. Við sjáum til hvað læknarnir segja.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×