Fótbolti

Deportivo hélt sér uppi með jafntefli á Nývangi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vísir/Getty
Barcelona glutraði niður tveggja marka forskoti gegn Deportivo La Coruna í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í síðasta deildarleik Xavi fyrir Barcelona, en lokatölur urðu 2-2.

Argentíski snillingurinn Lionel Messi kom Barcelona yfir eftir fimm mínútna leik og staðan var 1-0 í hálfleik. Messi tvöfaldaði forystuna á 59. mínútu og miðað við þessi úrslit var Deportivo á leið niður.

Lucas Perez minnkaði muninn fyrir Depotrivo á 67. mínútu með frábæru marki og Diogo Salomao jafnaði svo metin tæpum stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Lokatölur urðu 2-2, en með stiginu heldur Deportivo La Coruna sér í deild þeirra bestu. Eibar, Almeria og Cordoba falla niður um deild, en Cordoba var fallið niður um deild fyrirumferðina í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×