ŢRIĐJUDAGUR 21. FEBRÚAR NÝJAST 23:39

Flugvél brotlenti inn í verslunarmiđstöđ í Melbourne

FRÉTTIR

Dempsey kominn aftur á Krókinn | Jerome Hill leystur undan samningi

 
Körfubolti
12:45 31. JANÚAR 2016
Dempsey, hér til hćgri, hleypur aftur í vörn.
Dempsey, hér til hćgri, hleypur aftur í vörn. VÍSIR/AUĐUNN
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Körfuknattleiksdeild Tindastóls sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem tilkynnt var að Myron Dempsey væri á leið til landsins og hann myndi taka slaginn með Tindastól seinni hluta tímabilsins.

Jafnframt var það tekið fram að Jerome Hill væri farinn frá félaginu.

Dempsey sem lék með Tindastól á síðasta tímabili snýr því aftur á Krókinn en með hann innanborðs komst liðið alla leiðina í úrslitaleik Íslandsmótsins þar sem liðið þurfti að sætta sig við tap gegn KR.

Dempsey sem er 25 ára gamall miðherji lék 30 leiki fyrir Tindastól á síðasta tímabili en hann var með 20,8 stig, 10,2 frákast og 1,7 stoðsendingu og lék 28 mínútur að meðaltali í leik.

Í tilkynningunni þakkar körfuknattleiksdeildin Jerome Hill fyrir sitt framlag en hann var með 17,6 stig að meðaltali í leik ásamt því að taka 10,7 frákast í þeim 13 leikjum sem hann lék fyrir Tindastól.

Kemur fram að Dempsey sé væntanlegur til landsins eftir helgi og gæti því leikið fyrsta leik sinn gegn Njarðvík í Síkinu á fimmtudaginn.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Dempsey kominn aftur á Krókinn | Jerome Hill leystur undan samningi
Fara efst