Enski boltinn

Delph hjá Aston Villa til ársins 2019

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Delph og Paul Lambert, knattspyrnustjóri Villa, handsala samninginn.
Delph og Paul Lambert, knattspyrnustjóri Villa, handsala samninginn. vísir/getty
Fabian Delph skrifaði undir nýjan samning við enska úrvalsdeildarliðið Aston Villa í dag. Samningurinn er til fjögurra og hálfs árs og gildir til júní 2019.

Delph, sem er 25 ára, gekk í raðir Villa frá Leeds United 2009 og hefur verið í lykilhlutverki hjá liðinu síðustu ár.

„Stuðningsmennirnir hafa verið frábærir, stjórnarformaðurinn hefur reynst mér vil og samband mitt og knattspyrnustjórans er frábært og ég lít á samherja mína sem bræður mína. Ég er hæstánægður að vera áfram í herbúðum liðsins,“ sagði Delph í samtali við heimasíðu Aston Villa.

„Ég elska félagið, elska að vera hér og mun ávallt leggja mig 100% fram. Þetta er félagið mitt og hér vil ég vera. Þess vegna framlengdi ég samninginn.“

Delph hefur leikið þrjá landsleiki fyrir England, alla á seinna hluta síðasta árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×