Innlent

Dekkjakurlið burt fyrir 711 milljónir

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Frá gervigrasskiptum í Garðabæ síðasta haust.
Frá gervigrasskiptum í Garðabæ síðasta haust. vísir/EYÞÓR
Áætlað er að kostnaður við að skipta dekkjakurli gervigrasvalla út fyrir hættuminna efni muni nema rúmlega 711 milljónum króna. Stefnt er að því að verkefninu verði lokið fyrir árið 2026.

Þann 2. júní síðastliðinn fól Alþingi ráðherra að móta áætlun sem miðaði að því að kurluðu dekkja­gúmmí yrði skipt út fyrir annað efni á gervigrasvöllum landsins. Þeirri áætlun var skilað til umhverfisráðuneytisins í desember síðastliðnum.

Samkvæmt henni skal vera búið að skipta út gúmmíi á 60 prósentum valla landsins fyrir árslok 2019, 80 prósentum árið 2022 og öllum völlum landsins fyrir árslok 2026.

Umhverfisstofnun hefur verið falið það verkefni að hafa eftirlit með innleiðingu og árangri áætlunarinnar. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×