Innlent

Deila um hver eigi ABC Barnahjálp í Kenía

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Þórunn Helgadóttir hefur unnið fyrir ABC Barnahjálp í mörg ár.
Þórunn Helgadóttir hefur unnið fyrir ABC Barnahjálp í mörg ár. mynd/Gunni Sal
„Já, það er rígur okkar á milli. Á síðustu árum hefur verið náið samstarf á milli félaganna en nú skilur leiðir,“ segir Þórunn Helgadóttir, formaður ABC Barnahjálpar í Kenía, um að ABC Barnahjálp á Íslandi hafi einhliða slitið samstarfi við fyrrnefnd samtök.

„Við getum ekki hafa slitið neinu samstarfi því við eigum ABC Barnahjálp í Kenía,“ segir Fríður Birna Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri ABC Barnahjálpar á Íslandi, og bætir við að tilkynning sem Þórunn sendi fjölmiðlum eigi ekki við nein rök að styðjast. „Þó félögin deili nafninu þá eru þetta tvö sjálfstæð félög, annað skráð í Kenía og hitt á Íslandi,“ segir Þórunn.

Þórunn telur ástæðuna fyrir samstarfsslitunum vera að samtökin á Íslandi hafi tekið þá ákvörðun að sameinast sænskum samtökum sem kallast Children's Mission sem stjórnin í Kenía hafi ekki viljað taka þátt í.

„Við sögðum Þórunni upp í byrjun maí,“ segir Fríður, sem segir ekki rétt að samtökin í Kenía séu ekki háð Íslandi.

Þórunn stendur fast á því að eftir slitin hafi samtökin á Íslandi ekki sent neinar greiðslur til stuðningsaðila barna í Kenía, en Fríður segir það ósatt.

ABC Barnahjálp birti tilkynningu á síðu sinni þar sem segir að Þórunn sé hætt störfum í Kenía. „Þessi tilkynning er bara röng. Ég og eiginmaður minn erum enn við störf sem stjórnendur starfsins í Kenía,“ segir Þórunn. 


Tengdar fréttir

„Ég skal bara vera mamma þín“

Þórunn Helgadóttir bjargar börnum af götunni í Naíróbí og berst gegn umskurði stúlkna meðal Masaai-ættbálksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×