De Bruyne frß Ý tÝu vikur

 
Enski boltinn
22:45 28. JAN┌AR 2016
De Bruyne frß Ý tÝu vikur
V═SIR/GETTY

Kevin De Bruyne fékk að vita í kvöld að hann verður frá næstu tíu vikurnar vegna hnémeiðslanna sem hann varð fyrir í leik Manchester City og Everton í undanúrslitum ensku deildabikarkeppninnar í gær.

„Var að koma frá sérfræðingnum sem sagði að ég verði frá í um tíu vikur,“ skrifaði De Bruyne á Twitter-síðuna sína í kvöld.

Það hefði þó getað farið verr en margir óttuðust í gær að hann væri með slitið krossband sem hefði þýtt að hann myndi ekki spila meira á tímabilinu og missa af EM í sumar.

„Ég mun leggja hart að mér í endurhæfingunni og vonast til að snúa aftur eins fljótt og ég get,“ skrifaði hann enn fremur.


Deila
Athugi­. Allar athugasemdir eru ß ßbyrg­ ■eirra er ■Šr rita. VÝsir hvetur lesendur til a­ halda sig vi­ mßlefnalega umrŠ­u. Einnig ßskilur VÝsir sÚr rÚtt til a­ fjarlŠgja Šrumei­andi e­a ˇsŠmilegar athugasemdir og ummŠli ■eirra sem tjß sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIđ

  • Nřjast ß VÝsi
  • Mest Lesi­
  • FrÚttir
  • Sport
  • Vi­skipti
  • LÝfi­
ForsÝ­a / Sport / Fˇtbolti / Enski boltinn / De Bruyne frß Ý tÝu vikur
Fara efst