Davíð og DeCode Árni Alfreðsson skrifar 26. nóvember 2010 05:00 Þjóðin er nú í naflaskoðun vegna hruns bankanna og hvað gerðist í aðdraganda þess. Í þessu samhengi er fróðlegt að rifja upp sögu Íslenskrar erfðagreiningar. Það leikrit er um margt líkt sjálfu hruninu og aðdraganda þess enda persónur og leikendur hinir sömu. Þeir sem fóru með helstu hlutverk hafa ýmist verið ákærðir eða eru stimplaðir sem siðlausir og/eða glæpamenn. En hvers vegna lærðu menn ekkert af ótrúlegum uppgangi og hruni fyrirtækis sem byggt var á sandi? Árið 1996 er DeCode Genetics stofnað og dótturfélag þess Íslensk erfðagreining (ÍE) hefur starfsemi. Þarna skýtur stofnendum og hugmyndasmiðum fyrirtækisins, þeim Kára Stefánssyni og Hannesi Smárasyni, fyrst upp á stjörnuhimininn. Fljótlega byrja yfirlýsingar að streyma frá fyrirtækinu um ótrúlegar uppgötvanir og eigið ágæti. Fjölmiðlar spila með alveg frá byrjun. Davíð Oddson forsætisráðherra veitir ÍE pólitíska fyrirgreiðslu frá fyrsta degi sem varla á sér hliðstæðu. Meðal þess sem byrjað er á er frumvarp til laga um „gagnagrunn á heilbrigðissviði". Höfundur laganna er Baldur Guðlaugsson lögfræðingur sem þessa dagana dvelur í dómsal ákærður fyrir innherjasvik. Margir töldu lagafrumvarp þetta siðlaust með öllu og mikil umræða verður um það. Þrátt fyrir það leggur Alþingi blessun sína yfir þetta (des. 1998). Fyrirtækið er duglegt að safna þjóðþekktu fólki í kringum sig. Vigdís Finnbogadóttir sest í stjórn og Ólafur Ragnar Grímsson gerist fljótlega sérstök klappstýra. Þannig er forstjóra NASDAQ boðið til kvöldverðar á Bessastöðum til að liðka fyrir skráningu fyrirtækisins á almennan markað. Páll Magnússon, þekktur fjölmiðlamaður og núverandi útvarpstjóri, er gerður að fjölmiðlafulltrúa og svona mætti lengi telja. Ráðamenn og ríkisstjórn eru tíðir gestir á samkomum þar sem greint er frá stórkostlegum uppfinningum, forskoti fyrirtækisins eða þá að undirritaðir eru tímamótasamningar. Þetta líkist trúarsamkomum eða peppfundum píramídafyrirtækja. Frægasta dæmið er þegar Davíð situr í hásæti við undirritun samnings við þekkt lyfjafyrirtæki 1998. Í kjölfarið hefjast æðisgengin viðskipti með óskráð hlutabréf fyrirtækisins og atburðarás sem er alveg sambærileg við aðdraganda bankahrunsins áratug síðar. Fyrirtækið bólgnar út með leifturhraða sem og kostnaður og tap við rekstur þess meðan hlutabréfin stefna í óþekktar hæðir. Sumarið 1999 þá kaupa ríkisbankarnir þrír, Landsbanki, Búnaðarbanki og Íslandsbanki hlutabréf í ÍE fyrir 6 milljarða króna til að forða félaginu frá gjaldþroti. Margeir Pétursson viðskiptasnillingur kallar þetta hins vegar traustsyfirlýsingu og „magnaðasta viðskiptatækifæri sem Íslendingar hafa staðið frammi fyrir". Bankarnir reyna auðvitað að losa sig við þessi bréf á sem hæsta verði. Til að tryggja áframhaldandi uppsveiflu hlutabréfanna þá er áróður fjölmiðla hertur enn frekar. Hver uppfinningin rekur aðra og yfirburðir, sérstaða og snilld eru „orð" sem æ oftar eru notuð. Engu líkara en þarna sé komið uppkastið að frægri ræðu forsetans um íslenska efnahagsundrið. Ef einhver gagnrýni heyrist þá er reynt að kæfa hana í hvelli. Oftar en ekki er það einhver ráðherra eða þingmaður sem stígur fram og talar um ómaklegar árásir og öfund. Viðbrögð sem allir kannast við frá því rétt fyrir hrun. Allir sem vilja vita sjá að þetta er ein stór leiksýning. Forstjórinn heldur til á Alþingi og þingmenn eru inn á gafli hjá ÍE. Ríkisstjórnin virðist bókstaflega vera í vinnu hjá fyrirtækinu. Tengsl stjórnmálamanna og fyrirtækis hafa aldrei verið sýnilegri. Afrek á vísindasviðinu eru stórlega ýkt ef ekki hrein lygi. Ítök fyrirtækisins í fjölmiðlum, sem fjalla ekkert um þennan vef lyga, spillingar og siðleysis, eru augljós. Það er svo í júlí 2000 sem fyrirtækið er loks skráð á NASDAQ- markaðinn. Við þetta hrapa hlutabréfin í verði. Fyrirtækið þolir bersýnilega illa smá birtu. Hannes Smárason yfirgefur sökkvandi skipið sama ár með fullar hendur fjár og heldur áfram farsælum ferli sem flestir þekkja. Þrátt fyrir bakslag er hvergi slegið af í áróðrinum. Dansinn kringum gullkálfinn má ekki stöðva. Samt er svo illa komið 2002 að Alþingi neyðist til að samþykkja 20 milljarða ríkisábyrgð á láni til handa ÍE. Málið er að mestu í höndum Geirs Haarde fjármálaráðherra sem nú er á leið í dómsal. Þrátt fyrir þennan greiða og að þingheimur sé allur af vilja gerður þá liggur leiðin bara niður á við. Fyrirtækið skrimtir samt furðu lengi en er að lokum lýst gjaldþrota 2009. Örfáum dögum fyrir fyrirséð gjaldþrot fær ÍE 1,5 milljarða lán frá ríkisbankanum Landsbankanum (jan. 2009) að því er virðist að tileggjan kúlulánadrottningarinnar Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. Fyrirtækið virðist enn hafa fullkomna stjórn á ráðherrum og ríkisstjórn. Ríkisbanki er nú enn á ný farinn að styðja við bakið á fyrirtækinu eins og tíu árum fyrr. Hvað liggur að baki þessari fyrirgreiðslu? Þrátt fyrir risa gjaldþrot og að um bandarískt fyrirtæki sé að ræða þá eru Kári og co. enn í brúnni á Íslenskri erfðagreiningu. Það hvílir þykk þoka yfir höllinni í Vatnsmýrinni þar sem hirðin heldur til eins og ekkert hafi í skorist. Þessu svipar til íslensku bankanna. Segja má að tjöldin fari að falla upp úr 2002. Flestir búnir að afskrifa ævintýrið sem gjaldþrota loftbólu. Menn virðast hins vegar engan lærdóm draga af falli fyrirtækisins enda uppteknir við að einkavæða bankana svo ballið geti haldið áfram. Ekkert af þeim stórkostlegu sigrum á vísindasviðinu, lækningum og lyfjum sem fyrirtækið lofaði landsmönnum hafa orðið að veruleika. Það umhverfi og andrúmsloft, siðleysi og sukk, sem búið var til á kerfisbundinn hátt undir stjórn útrásarvíkinga og stjórnmálamanna kringum Íslenska erfðagreiningu er rannsóknarefni. Þetta var uppskriftin að hruninu. Múgsefjun þjóðarinnar á þessum tíma var um margt merkileg en um leið hlýtur að þurfa að fletta ofan af leikritinu, höfundum þess og leikendum. Gestir, sem klöppuðu í leikhúsi fáránleikans, fá aldrei endurgreitt enda eiga það varla skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Sjá meira
Þjóðin er nú í naflaskoðun vegna hruns bankanna og hvað gerðist í aðdraganda þess. Í þessu samhengi er fróðlegt að rifja upp sögu Íslenskrar erfðagreiningar. Það leikrit er um margt líkt sjálfu hruninu og aðdraganda þess enda persónur og leikendur hinir sömu. Þeir sem fóru með helstu hlutverk hafa ýmist verið ákærðir eða eru stimplaðir sem siðlausir og/eða glæpamenn. En hvers vegna lærðu menn ekkert af ótrúlegum uppgangi og hruni fyrirtækis sem byggt var á sandi? Árið 1996 er DeCode Genetics stofnað og dótturfélag þess Íslensk erfðagreining (ÍE) hefur starfsemi. Þarna skýtur stofnendum og hugmyndasmiðum fyrirtækisins, þeim Kára Stefánssyni og Hannesi Smárasyni, fyrst upp á stjörnuhimininn. Fljótlega byrja yfirlýsingar að streyma frá fyrirtækinu um ótrúlegar uppgötvanir og eigið ágæti. Fjölmiðlar spila með alveg frá byrjun. Davíð Oddson forsætisráðherra veitir ÍE pólitíska fyrirgreiðslu frá fyrsta degi sem varla á sér hliðstæðu. Meðal þess sem byrjað er á er frumvarp til laga um „gagnagrunn á heilbrigðissviði". Höfundur laganna er Baldur Guðlaugsson lögfræðingur sem þessa dagana dvelur í dómsal ákærður fyrir innherjasvik. Margir töldu lagafrumvarp þetta siðlaust með öllu og mikil umræða verður um það. Þrátt fyrir það leggur Alþingi blessun sína yfir þetta (des. 1998). Fyrirtækið er duglegt að safna þjóðþekktu fólki í kringum sig. Vigdís Finnbogadóttir sest í stjórn og Ólafur Ragnar Grímsson gerist fljótlega sérstök klappstýra. Þannig er forstjóra NASDAQ boðið til kvöldverðar á Bessastöðum til að liðka fyrir skráningu fyrirtækisins á almennan markað. Páll Magnússon, þekktur fjölmiðlamaður og núverandi útvarpstjóri, er gerður að fjölmiðlafulltrúa og svona mætti lengi telja. Ráðamenn og ríkisstjórn eru tíðir gestir á samkomum þar sem greint er frá stórkostlegum uppfinningum, forskoti fyrirtækisins eða þá að undirritaðir eru tímamótasamningar. Þetta líkist trúarsamkomum eða peppfundum píramídafyrirtækja. Frægasta dæmið er þegar Davíð situr í hásæti við undirritun samnings við þekkt lyfjafyrirtæki 1998. Í kjölfarið hefjast æðisgengin viðskipti með óskráð hlutabréf fyrirtækisins og atburðarás sem er alveg sambærileg við aðdraganda bankahrunsins áratug síðar. Fyrirtækið bólgnar út með leifturhraða sem og kostnaður og tap við rekstur þess meðan hlutabréfin stefna í óþekktar hæðir. Sumarið 1999 þá kaupa ríkisbankarnir þrír, Landsbanki, Búnaðarbanki og Íslandsbanki hlutabréf í ÍE fyrir 6 milljarða króna til að forða félaginu frá gjaldþroti. Margeir Pétursson viðskiptasnillingur kallar þetta hins vegar traustsyfirlýsingu og „magnaðasta viðskiptatækifæri sem Íslendingar hafa staðið frammi fyrir". Bankarnir reyna auðvitað að losa sig við þessi bréf á sem hæsta verði. Til að tryggja áframhaldandi uppsveiflu hlutabréfanna þá er áróður fjölmiðla hertur enn frekar. Hver uppfinningin rekur aðra og yfirburðir, sérstaða og snilld eru „orð" sem æ oftar eru notuð. Engu líkara en þarna sé komið uppkastið að frægri ræðu forsetans um íslenska efnahagsundrið. Ef einhver gagnrýni heyrist þá er reynt að kæfa hana í hvelli. Oftar en ekki er það einhver ráðherra eða þingmaður sem stígur fram og talar um ómaklegar árásir og öfund. Viðbrögð sem allir kannast við frá því rétt fyrir hrun. Allir sem vilja vita sjá að þetta er ein stór leiksýning. Forstjórinn heldur til á Alþingi og þingmenn eru inn á gafli hjá ÍE. Ríkisstjórnin virðist bókstaflega vera í vinnu hjá fyrirtækinu. Tengsl stjórnmálamanna og fyrirtækis hafa aldrei verið sýnilegri. Afrek á vísindasviðinu eru stórlega ýkt ef ekki hrein lygi. Ítök fyrirtækisins í fjölmiðlum, sem fjalla ekkert um þennan vef lyga, spillingar og siðleysis, eru augljós. Það er svo í júlí 2000 sem fyrirtækið er loks skráð á NASDAQ- markaðinn. Við þetta hrapa hlutabréfin í verði. Fyrirtækið þolir bersýnilega illa smá birtu. Hannes Smárason yfirgefur sökkvandi skipið sama ár með fullar hendur fjár og heldur áfram farsælum ferli sem flestir þekkja. Þrátt fyrir bakslag er hvergi slegið af í áróðrinum. Dansinn kringum gullkálfinn má ekki stöðva. Samt er svo illa komið 2002 að Alþingi neyðist til að samþykkja 20 milljarða ríkisábyrgð á láni til handa ÍE. Málið er að mestu í höndum Geirs Haarde fjármálaráðherra sem nú er á leið í dómsal. Þrátt fyrir þennan greiða og að þingheimur sé allur af vilja gerður þá liggur leiðin bara niður á við. Fyrirtækið skrimtir samt furðu lengi en er að lokum lýst gjaldþrota 2009. Örfáum dögum fyrir fyrirséð gjaldþrot fær ÍE 1,5 milljarða lán frá ríkisbankanum Landsbankanum (jan. 2009) að því er virðist að tileggjan kúlulánadrottningarinnar Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. Fyrirtækið virðist enn hafa fullkomna stjórn á ráðherrum og ríkisstjórn. Ríkisbanki er nú enn á ný farinn að styðja við bakið á fyrirtækinu eins og tíu árum fyrr. Hvað liggur að baki þessari fyrirgreiðslu? Þrátt fyrir risa gjaldþrot og að um bandarískt fyrirtæki sé að ræða þá eru Kári og co. enn í brúnni á Íslenskri erfðagreiningu. Það hvílir þykk þoka yfir höllinni í Vatnsmýrinni þar sem hirðin heldur til eins og ekkert hafi í skorist. Þessu svipar til íslensku bankanna. Segja má að tjöldin fari að falla upp úr 2002. Flestir búnir að afskrifa ævintýrið sem gjaldþrota loftbólu. Menn virðast hins vegar engan lærdóm draga af falli fyrirtækisins enda uppteknir við að einkavæða bankana svo ballið geti haldið áfram. Ekkert af þeim stórkostlegu sigrum á vísindasviðinu, lækningum og lyfjum sem fyrirtækið lofaði landsmönnum hafa orðið að veruleika. Það umhverfi og andrúmsloft, siðleysi og sukk, sem búið var til á kerfisbundinn hátt undir stjórn útrásarvíkinga og stjórnmálamanna kringum Íslenska erfðagreiningu er rannsóknarefni. Þetta var uppskriftin að hruninu. Múgsefjun þjóðarinnar á þessum tíma var um margt merkileg en um leið hlýtur að þurfa að fletta ofan af leikritinu, höfundum þess og leikendum. Gestir, sem klöppuðu í leikhúsi fáránleikans, fá aldrei endurgreitt enda eiga það varla skilið.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun