Erlent

Dauðarefsingar endurskoðaðar

Snærós Sindradóttir skrifar
Fangavörður í Arizona lagar fjötra sem notaðir eru til að festa fanga niður áður en þeir fá banvænu sprauturnar.
Fangavörður í Arizona lagar fjötra sem notaðir eru til að festa fanga niður áður en þeir fá banvænu sprauturnar. Mynd/AP
Þrjár misheppnaðar aftökur á hálfu ári í Bandaríkjunum hafa orðið til þess að umræða hefur skapast um réttmæti dauðarefsinga og mannúðlegar aðferðir.

Á miðvikudag urðu mistök við aftöku í Arizona-fylki sem leiddu til þess að sá dæmdi kvaldist í tvær klukkustundir áður en yfir lauk.

Erfiðlega gengur að fá lyf sem þykja henta til dauðarefsinga en einnig eiga böðlar sem ekki eru heilbrigðismenntaðir í stökustu vandræðum með að sprauta lyfjum rétt inn í handlegg þeirra dæmdu.

Alex Kozinski yfirdómari í níunda áfrýjunarrétti Bandaríkjanna. Mynd/AP
Alex Kozinski, yfirdómari í níunda áfrýjunarrétti Bandaríkjanna, segir að réttast væri að lögleiða aftur aftökusveitir. 

„Ef þjóðfélagið getur ekki höndlað sóðaskapinn sem fylgir aftökusveitum, þá ættum við ekki að leyfa dauðarefsingar yfirhöfuð,“ segir Alex meðal annars. 

Ríkisstjórar Arizona, Ohio og Oklahoma hafa farið fram á að verkferlar í tengslum við dauðarefsingar verði yfirfarnir vegna mistaka. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×