Lífið

Dansinn dunar í dansgöngu

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Vísir/Vilhelm
Listahátíð í Reykjavík 2016 hefst í dag með dansgöngu í miðborginni. Gengið verður frá Listasafni Reykjavíkur að Listasafni Íslands þar sem dansinn verður látinn duna áfram en göngunni er ætlað að vekja athygli á fjölbreytni í danslist á Íslandi.

Öllum er velkomið að taka þátt í dansgöngunni og verður gengið af stað klukkan 13.00. Hátíðin verður svo sett klukkan 14.30 fyrir utan Listasafn Íslands.

Meðal þeirra sem taka þátt í dansgöngunni verður FlexN-danshópurinn en hópurinn opnar listahátíð sem verður með sérstaka hátíðarsýningu í Brim-húsinu klukkan 20.00 í kvöld.

Ljósmyndari Fréttablaðsins, Vilhelm Gunnarsson kíkti við á æfingu hjá hópnum á dögunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×