Erlent

Danir í áfengisinnkaupahug teknir á 200 kílómetra hraða

Atli Ísleifsson skrifar
Mennirnir hugðust fylla kerru sem bíllinn var með í eftirdragi af áfengi.
Mennirnir hugðust fylla kerru sem bíllinn var með í eftirdragi af áfengi. Vísir/Getty
Tveir ungir Danir gætu hafa slegið einhvers konar met í löngun eftir ódýru áfengi í morgun.

Lögregla í Danmörku stöðvaði mennina á 213 kílómetra hraða á hraðbraut á Sjálandi en þeir voru þá á hraðferð til að ná Þýskalandsferjunni í Rödby þannig að þeir gætu keypt ódyrt áfengi Þýskalandsmegin.

Í frétt SVT segir að BMW-bíll mannanna hafi verið með kerru í eftirdragi sem þeir hugðust fylla af bjór og öðru áfengi  í Puttgarden á þýsku eyjunni Fehmarn.

Talsmaður lögreglu segir mennina líklega þurfa að greiða 10 þúsund danskar krónur í sekt þó að reglurnar séu í raun óljósar í svona öfgafullum tilvikum. „Hraðinn á bifreiðinni var svo mikill að hann er ekki að finna á sektarlistanum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×