SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 06:28

Sebastian Vettel vann í Ástralíu

SPORT

Daníel Guđni: Mér líđur ömurlega

 
Körfubolti
22:09 09. MARS 2017
Daníel Guđni Guđmundsson vonast til ađ verđa áfram ţjálfari Njarđvíkur.
Daníel Guđni Guđmundsson vonast til ađ verđa áfram ţjálfari Njarđvíkur. VÍSIR/VILHELM

Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, hefur áhuga á að halda áfram með liðið á næstu leiktíð. Þetta sagði hann eftir tapið gegn Þór Þorlákshöfn í kvöld.

Njarðvík missir af sinni fyrstu úrslitakeppni í efstu deild karla síðan 1993 og segir þjálfarinn að það sé verulega sárt.

„Mér líður ömurlega. Þetta er það erfiðasta sem hægt er að lenda í á körfuboltaferlinum. Við vissum að þetta yrði erfiður slagur en samt er maður orðlaus. Þetta er afar sárt.“

Daníel Guðni segir að leikmannamál hafi verið að þvælast fyrir liðinu í upphafi tímabilsins. „Það voru hrókeringar í upphafi árs sem voru erfiðar. Þetta hefði verið allt annað ef maður hefði haft þetta lið sem spilaði í kvöld frá upphafi leiktíðar.“

Hann segir óljóst hvað taki við hjá honum en hann myndi sjálfur kjósa að vera áfram með Njarðvíkurliðið.

„Ég vona það. Það á eftir að halda aðalfund í deildinni og kjósa nýja stjórn. Þetta er ekki eitthvað sem ég ræð sjálfur. En þetta er lið sem á framtíðina fyrir sér og það er óskandi að það haldist saman á næstu árum.“

Nánari umfjöllun um leikinn má finna hér fyrir neðan.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Daníel Guđni: Mér líđur ömurlega
Fara efst