Enski boltinn

Daniel Agger til Bröndby

Anton Ingi Leifsson skrifar
Agger eftir æfingarleik Liverpool og Bröndby í sumar.
Agger eftir æfingarleik Liverpool og Bröndby í sumar. Vísir/Getty
Liverpool hefur staðfest að Daniel Agger hefur haldið heim á leið og er farinn til uppeldisfélagsins, Bröndby.

Þessi 29 ára gamli varnarmaður ólst upp hjá Bröndby og spilaði með þeim tímabilin 2004-2006. Þá gekk hann í raðir Liverpool þar sem hann spilaði samtals 232 leiki og skoraði fjórtán mörk.

„Liverpool hefur spilað stóran þátt í mínu lífi og mínu fjölskyldulífi. Að fara héðan er virkilega erfitt," sagði Agger við heimasíðu Liverpool.

„Á þessum tímapunkti fannst mér rétt að fara heim til Bröndby og ég held að þetta sé rétt ákvörðun fyrir minn feril."

„Ég mun vera stuðningsmaður Liverpool að eilífu. Það var forréttindi að spila alla þessa leiki á Anfield," sagði Agger að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×