Innlent

Dánartíðni barna á Íslandi lægst - Bretar á botninum

Barnadauði á Íslandi er með minnsta móti í heiminum.
Barnadauði á Íslandi er með minnsta móti í heiminum.

Ísland er með lægstu dánartíðni barna yngri en fimm ára í heiminum en á eftir fylgja Svíar og svo Kýpur. Rannsóknin var framkvæmd af Washington-háskóla í Bandaríkjunum og birt í tímaritinu Lancet.

Það eru hinsvegar Bretar sem eru á botninum í könnuninni en 5,3 prósent af hverjum 1000 fæddum börnum láta lífið þar í landi. Dánartíðni barna hefur engu að síður minnkað gríðarlega frá árinu 1970 þar í landi. Vonir stóðu þó til að það myndi gerast hraðar en raun ber vitni.

Alls létust 11,9 milljónir barna undir fimm ára aldri í heiminum árið 1990. Sú tala hefur lækkað um rúmar fjórar milljónir á síðastliðnum tuttugu árum.

Rannsóknin náði eingöngu til ríkja í hinum vestræna heimi. Hægt er að lesa frétt um málið á hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×