Lífið

Dálæti Breta Jessie J flyst vestanhafs

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Jessie J er í miklu uppáhaldi hjá Bretum en ljóstraði því upp í morgunþætti að nú væri tími til kominn að flytja til Bandaríkjanna.
Jessie J er í miklu uppáhaldi hjá Bretum en ljóstraði því upp í morgunþætti að nú væri tími til kominn að flytja til Bandaríkjanna. Mynd/GettyImages
Jessie J, söngkonan með sjarmerandi breska hreiminn, hyggst flytja til Bandaríkjanna. Jessie sem fædd er í London og er ein þekktasta söngkona Breta um þessar mundir sagði í morgunþætti útvarpsstöðvarinnar Kiss FM UK að hún myndi kaupa sér íbúð í LA eða New York eftir um það bil ár.

Hún vinnur nú að því að kynna nýja lagið sitt „Bang Bang“, lag sem hún vann ásamt söngkonunum Nicki Minaj og Ariana Grande. Sagðist hún fljúga svo mikið á milli heimsálfanna eins og er, það væri hentugra að kaupa íbúð.

Í útvarpsþættinum útskýrði hún hvernig samvinna þessarar þriggja ólíku listamanna kom til. „Ég heyrði lagið og hugsaði strax: „Ég verð að taka þetta lag upp.“ Síðan söng ég það og Ariana Grande heyrði það og sagðist strax vilja eiga erindi í því.“ Ekki nóg með það heldur heyrði Nicki Minaj lagið og vildi taka þátt. „Ég hafið reynt að fá Nicki til þess að taka þátt í „Do it like a Dude“. Ég vissi ekki að hún myndi vera með í alvörunni. Þær sendu mér báðar erindi og ég grét.“

Jessie gaf einnig í skyn að hún myndi gera lag með Bretanum Tinie Tempah en þau eru nú með sama umboðsmann.   






Fleiri fréttir

Sjá meira


×