ŢRIĐJUDAGUR 21. FEBRÚAR NÝJAST 23:39

Flugvél brotlenti inn í verslunarmiđstöđ í Melbourne

FRÉTTIR

Dagur verđur án tveggja af sínum bestu mönnum í uppgjörinu gegn Guđmundi

 
Handbolti
15:30 25. JANÚAR 2016
Dagur Sigurđsson er í miklum meiđslavandrćđum međ sitt liđ.
Dagur Sigurđsson er í miklum meiđslavandrćđum međ sitt liđ. VÍSIR/EPA

Meiðslavandræðin halda áfram hjá Degi Sigurðssyni með þýska landsliðið í handbolta, en nú eru tveir af hans allra bestu mönnum frá það sem eftir lifir móts.

Steffen Weinhold, hægri skytta og fyrirliði Þýskalands, og Christian Dissinger, rétthenta stórskyttan, meiddust báðir í sigrinum gegn Rússlandi í gær og hafa lokið keppni á EM. Weinhold er meiddur í nára en Dissinger er meiddur á innanverðu læri.

Þetta eru afar slæm tíðindi fyrir Dag sem á stórleik fyrir höndum gegn Guðmundi Guðmundssyni og danska landsliðinu á miðvikudaginn, en sigur þar kemur Þýskalandi í undanúrslitin.

Weinhold og Dissinger eru báðir lærisveinar Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel og eru algjörir lykilmenn hjá þýska landsliðinu.

Weinhold er næst markahæstur í liðinu með 19 mörk á EM en lang stoðsendingahæstur með 28 stykki. Dissinger er þriðji markahæstur ásamt Steffen Fäth og þriðji stoðsendingahæstur með 17 slíkar.

Þeir eru því báðir á topp þremur hjá þýska liðinu þegar kemur að mörkum og stoðsendingum, en saman hafa Weinhold og Dissinger komið að 81 marki Þýskalands.

Dagur Sigurðsson kallaði inn í hópinn Julius Kühn, vinstri skyttu Gummersbach, og Kai Häfner, örvhenta skyttu sem spilar með Hannover-Burgdorf.

Dagur hefur glímt við ótrúleg meiðslavandræði bæði fyrir mót og nú á Evrópumótinu sjálfu, en hóf mótið án nokkurra lykilmanna í þýskalandsliðinu.

Hornaparið Uwe Gensheimer og Patrick Groetzki, leikmenn Rhein-Neckar Löwen, fóru ekki með til Póllands sem og Paul Drux, skytta Füchse Berlín og Patrick Wiencek, línumaður Kiel.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Dagur verđur án tveggja af sínum bestu mönnum í uppgjörinu gegn Guđmundi
Fara efst