Körfubolti

Dagur Kár: Stefnum eins hátt og við getum farið

Smári Jökull Jónsson skrifar
Dagur Kár í leik með Grindavík.
Dagur Kár í leik með Grindavík. Vísir/Anton
„Ég er virkilega sáttur, sérstaklega með vörnina. Við höfum verið í basli í vetur og fengið á okkur 90 stig að meðaltali þannig að halda þeim í 60 stigum í dag er frábært,“ sagði bakvörðurinn Dagur Kár Jónsson hjá Grindavík í samtali við Vísi eftir sigur á Keflavík í kvöld.

Grindavík stakk af í öðrum leikhluta og leit ekki til baka eftir það. Þeir héldu Keflvíkingum í 23 stigum í fyrri háfleik sem áttu í mesta basli sóknarlega.

„Við vorum að hafa gaman af þessu. Það er búið að vera þungt yfir okkur í leikjum og við höfum verið að spila undir væntingum. Núna var ógeðslega gaman og þá kemur allt með, barátta og stemmning. Þá smellur allt.“

Grindvíkingar léku síðast þann 7.janúar og voru því að koma úr 12 daga pásu. Hafði það góð áhrif á liðið að fá tíma til að slípa sig saman eftir að J´Nathan Bullock kom til liðsins?

„Fyrir Bullock var það frábært. Við hinir viljum spila sem fyrst og finnst leiðinlegt að fara í svona pásu. Ef við horfum á þetta út frá honum þá var þetta frábært fyrir hann til að koma sér inn í allt. Hann lítur virkilega vel út og þetta er allt að smella núna.“

Grindvíkingum var spáð góðu gengi í vetur en áttu í basli fyrir áramótin. Í dag sýndu þeir framfarir og ætla sér stóra hluti.

„Við stefnum eins hátt og við getum farið. Við viljum bæta okkar leik og gerðum það klárlega í dag. Við þurfum bara að halda áfram að taka þessi skref. Heimavallarréttur í úrslitakeppni er mikilvægur en ef spilum svona vel þá skiptir það engu máli.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×