Erlent

Dæmdur til dauða vegna hópnauðgunar og morðs í Indónesíu

Atli ísleifsson skrifar
Brotamennirnir leiddir fyrir dómara í apríl.
Brotamennirnir leiddir fyrir dómara í apríl. Vísir/AFP
Dómstóll í Indónesíu hefur dæmt mann til dauða eftir að hann var fundinn sekur af ákæru um hópnauðgun og morð á fjórtán ára stúlku í apríl síðastliðinn.

Fjórir menn til viðbótar voru dæmdir til tuttugu ára fangelsisvistar vegna málsins, sem vakið hefur gríðarlega athygli í landinu.

Stúlkan var á leið heim úr skóla þegar hópur manna og drengja réðust að henni. Hún fannst síðar látin í skógi, nakin og bundin.

Málið leiddi til þess að Joko Widodo, forseti Indónesíu, ákvað að herða refsingar gegn þeim sem brjóta kynferðislega gegn börnum, og geta slík brot nú meðal annars leitt til dauðadóms og geldingar. Þá getur dæmdum brotamönnum verið gert að bera staðsetningartæki til að mögulegt sé að fylgjast með ferðum þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×