Sport

Dæmdur í fimm ára keppnisbann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Diaz er grunaður um að hafa reykt kannabis stuttu fyrir bardagann gegn Silva.
Diaz er grunaður um að hafa reykt kannabis stuttu fyrir bardagann gegn Silva. Vísir/Getty
UFC bardagakappinn Nick Diaz var í dag dæmdur í fimm ára keppnisbann í MMA eftir að hafa fallið á lyfjaprófi í þriðja sinn. Fundust leifar af kannabis í blóðsýni hans.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Diaz er gripinn með kannabis í blóðinu en þetta er í þriðja sinn sem Diaz fellur vegna þess í lyfjaprófi í Nevada fylki.

Diaz var sektaður um 165.000 dollara, tæplega 21 milljónir íslenskra króna, en andstæðingur Diaz þetta kvöld, Anderson Silva, var sömuleiðis settur í bann eftir að sterar fundust í blóðsýni hans.

Tók refsingin gildi þann 31. janúar síðastliðinn eða strax eftir bardagann en hinn 32 árs gamli Diaz segist vera hættur að berjast. Verður hann 36 ára þegar banninu lýkur og má gera ráð fyrir að hann sé endanlega hættur og geti farið að einbeita sér að kannabisinu.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×