Körfubolti

Curry heitur þegar Golden State jafnaði metin | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Curry skoraði 28 stig í leiknum.
Curry skoraði 28 stig í leiknum. vísir/afp
Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors jöfnuðu metin í einvíginu við Oklahoma City Thunder með öruggum sigri, 118-91, í öðrum leik liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA í nótt.

Curry skoraði 28 stig og hitti úr fimm af átta þriggja stiga skotum sínum. Leikmenn Golden State voru nokkuð heitir fyrir utan þriggja stiga línuna í leiknum og hittu úr 46,4% skota sinna þaðan en þriggja stiga nýting Oklahoma var aðeins 30,4%.

Klay Thompson skoraði 15 stig fyrir Golden State og Andre Igoudala, besti leikmaður lokaúrslitanna í fyrra, kom með 14 stig af bekknum.

Hjá Oklahoma var Kevin Durant stigahæstur með 29 stig. Russell Westbrook bætti við 16 stigum og 12 stoðsendingum en hann og Durant voru einu leikmenn Oklahoma sem skoruðu yfir 10 stig í leiknum.

Einvígið færist nú yfir til Oklahoma þar sem tveir næstu leikir fara fram.

Curry átti frábæran leik Leikurinn í draugsýn
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×