Creditinfo í samstarf við VoLo Africa Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 4. mars 2014 11:04 Reynir Grétarsson, forstjóri Creditinfo Group og Abdou Draman Touray framkvæmdastjóri VoLo. Vísir/Creditinfo Creditinfo og VoLo Africa hafa ákveðið að hefja samstarf í Afríku. Í tilkynningu frá Creditinfo segir að fyrirtækið hafi á undanförnum árum vaxið fiskur um hrygg í Afríku og hlotið mikla athygli fyrir uppbyggingu sína á fjármálamörkuðum á þróunarstigi. VoLo hefur hins vegar komið á fót gagnagrunni um einstaklinga í Senegal og Gambíu sem byggir á fingraförum þeirra og er einstakur í þessum hluta álfunnar. Unnið hefur verið að þessu samstarfi í samráði við og með stuðningi Þróunarbanka Afríku í þeim tilgangi að treysta undirstöður og faglega innviði fjármálastarfsemi í heimsálfunni.Reynir Grétarsson forstjóri Creditinfo Group segir eitt meginvandamálið við innviði fjölmargra ríkja í Afríku vera það að fólk hafi engin persónuskilríki og eigi því erfitt með að gera grein fyrir sér. Það geri alla fjármálastarfsemi þunga í vöfum og lánveitendum erfitt um vik. „Ef þú getur ekki sýnt fram á hver þú ert þá vill auðvitað enginn lána þér. Síðan vita menn að aðgangur að lánsfé er ávísun á aukinn hagvöxt og tilgangurinn með samruna okkar og VoLo er að tvinna saman áreiðanleg persónuskilríki og fjárhagsupplýsingar í þeim tilgangi að auka lánastarfsemi og faglega áhættustýringu í þessum ríkjum,“ segir Reynir í tilkynningunni. Fyrst í stað verður lögð áhersla á starfsemi Creditinfo VoLo í Gambíu og Senegal þar sem búa samtals um 16 milljónir manna auk þess sem Creditinfo Cape Verde rennur saman við hið nýja fyrirtæki en Cape Verde er eyjaklasi vestan Gambíu við vesturströnd Afríku þar sem fólksfjöldinn er um hálf milljón. Creditinfo Cape Verde var stofnað 2012. „Creditinfo, sem við stofnuðum hér á Íslandi árið 1997, hefur á undanförnum árum unnið markvisst að því að stofna dótturfyrirtæki í miðlun fjárhagsupplýsinga og áhættustýringu fjármagns í ýmsum löndum. Við höfum ekki síst beint sjónum okkar að þróunarmörkuðum og þá gjarnan í samstarfi við og eftir útboð Alþjóðabankans og sambærilegra stofnana. Við höfum áunnið okkur traust þessara aðila sem meðal annars hefur leitt til starfsemi eins og þeirrar sem nú er að hefjast í Gambíu og Senegal. Þetta eru mjög spennandi verkefni og við hlökkum mikið til að vinna að þeim með VoLo og Þróunarbanka Afríku næstu misseri,“ segir Reynir. Grænhöfðaeyjar Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sjá meira
Creditinfo og VoLo Africa hafa ákveðið að hefja samstarf í Afríku. Í tilkynningu frá Creditinfo segir að fyrirtækið hafi á undanförnum árum vaxið fiskur um hrygg í Afríku og hlotið mikla athygli fyrir uppbyggingu sína á fjármálamörkuðum á þróunarstigi. VoLo hefur hins vegar komið á fót gagnagrunni um einstaklinga í Senegal og Gambíu sem byggir á fingraförum þeirra og er einstakur í þessum hluta álfunnar. Unnið hefur verið að þessu samstarfi í samráði við og með stuðningi Þróunarbanka Afríku í þeim tilgangi að treysta undirstöður og faglega innviði fjármálastarfsemi í heimsálfunni.Reynir Grétarsson forstjóri Creditinfo Group segir eitt meginvandamálið við innviði fjölmargra ríkja í Afríku vera það að fólk hafi engin persónuskilríki og eigi því erfitt með að gera grein fyrir sér. Það geri alla fjármálastarfsemi þunga í vöfum og lánveitendum erfitt um vik. „Ef þú getur ekki sýnt fram á hver þú ert þá vill auðvitað enginn lána þér. Síðan vita menn að aðgangur að lánsfé er ávísun á aukinn hagvöxt og tilgangurinn með samruna okkar og VoLo er að tvinna saman áreiðanleg persónuskilríki og fjárhagsupplýsingar í þeim tilgangi að auka lánastarfsemi og faglega áhættustýringu í þessum ríkjum,“ segir Reynir í tilkynningunni. Fyrst í stað verður lögð áhersla á starfsemi Creditinfo VoLo í Gambíu og Senegal þar sem búa samtals um 16 milljónir manna auk þess sem Creditinfo Cape Verde rennur saman við hið nýja fyrirtæki en Cape Verde er eyjaklasi vestan Gambíu við vesturströnd Afríku þar sem fólksfjöldinn er um hálf milljón. Creditinfo Cape Verde var stofnað 2012. „Creditinfo, sem við stofnuðum hér á Íslandi árið 1997, hefur á undanförnum árum unnið markvisst að því að stofna dótturfyrirtæki í miðlun fjárhagsupplýsinga og áhættustýringu fjármagns í ýmsum löndum. Við höfum ekki síst beint sjónum okkar að þróunarmörkuðum og þá gjarnan í samstarfi við og eftir útboð Alþjóðabankans og sambærilegra stofnana. Við höfum áunnið okkur traust þessara aðila sem meðal annars hefur leitt til starfsemi eins og þeirrar sem nú er að hefjast í Gambíu og Senegal. Þetta eru mjög spennandi verkefni og við hlökkum mikið til að vinna að þeim með VoLo og Þróunarbanka Afríku næstu misseri,“ segir Reynir.
Grænhöfðaeyjar Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sjá meira