Enski boltinn

Costa tryggði Chelsea níunda sigurinn í röð | Sjáðu markið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Diego Costa sá til þess að Chelsea vann níunda leikinn í röð í ensku úrvalsdeildinni þegar hann skoraði eina markið í 1-0 sigri á West Brom á Stamford Bridge í dag.

Með sigrinum endurheimti Chelsea þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar en Arsenal skaust tímabundið á toppinn með 3-1 sigri á Stoke City í gær.

West Brom gerði Chelsea mjög erfitt fyrir í dag og heimamenn náðu t.a.m. aðeins tveimur skotum á markið í leiknum.

Costa skoraði eina mark leiksins á 76. mínútu. Hann vann þá boltann af Gareth McAuley, brunaði inn á teiginn og skoraði með góðu skoti upp í fjærhornið. Þetta var tólfta mark Costa í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Chelsea er sem áður sagði á toppi deildarinnar en West Brom, sem hafði fengið 10 stig í síðustu fjórum leikjum sínum, er í 8. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×