Enski boltinn

Costa gæti misst af fyrsta leik Chelsea í deildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Costa lét fara vel um sig í stúkunni á Wembley í dag.
Costa lét fara vel um sig í stúkunni á Wembley í dag. vísir/getty
Óvíst er hvort Diego Costa, framherji Chelsea, verði orðinn klár í slaginn fyrir fyrsta leik Lundúnaliðsins í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi.

Costa glímir við meiðsli aftan í læri og missti af þeim sökum af leiknum um Samfélagsskjöldinn gegn Arsenal í dag. Skytturnar unnu leikinn 1-0 með marki Alex Oxlade-Chamberlain.

"Ég veit ekki hvort Costa verði orðinn klár fyrir fyrsta leik. Við héldum að hann yrði tilbúinn en hann fann fyrir meiðslunum í morgun," sagði José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, eftir leikinn í dag.

Verði Costa ekki með gegn Swansea á laugardaginn verður annað hvort Loic Rémy eða Radamel Falcao í byrjunarliði Chelsea. Þeir spiluðu sitt hvorn hálfleikinn gegn Arsenal en hvorugur þeirra náði sér á strik.


Tengdar fréttir

Sögulegur sigur Arsenal | Sjáðu markið

Alex Oxlade-Chamberlain tryggði Arsenal sigur á Chelsea í leiknum um Samfélagsskjöldinn á Wembley í dag. Lokatölur 1-0, Arsenal í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×