Enski boltinn

Costa: Þetta var ekki viljaverk

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Diego Costa er ekki allra.
Diego Costa er ekki allra. vísir/getty
Diego Costa neitar því að hafa stigið viljandi á Emre Can í leik Chelsea og Liverpool í seinni leik liðanna í undanúrslitum Deildarbikarsins á þriðjudaginn.

Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan.

Costa fékk þriggja leikja bann fyrir athæfið en hann lék ekki með Chelsea þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Manchester City í stórleik gærdagsins í ensku úrvalsdeildarinnar.

„Ég gerði ekkert rangt. Ég ætlaði mér aldrei að stíga á hann og það var ekki viljandi,“ sagði Costa í viðtali við Telegraph. Hann segist una úrskurðinum þótt hann sé ekki sammála honum.

„Ég verð að viðurkenna það, sætta mig við leikbannið. Að sjálfsögðu er ég leiður yfir því að geta ekki hjálpað liðinu í næstu leikjum,“ sagði framherjinn sem segist ekki ætla að breyta leikstíl sínum þrátt fyrir leikbannið.

„Ég er enginn engill. Það sjá það allir. En ég mun ekki breyta því hvernig ég spila, því svona er ég.

„Ég verð að spila svona fyrir félagið og stuðningsmenn þess. Ég er annar maður utan vallar en ég mun ekki breyta leikstíl mínum inni á vellinum,“ sagði Costa sem missir einnig af leikjum gegn Aston Villa og Everton í úrvalsdeildinni.

Costa kom til Chelsea frá Spánarmeisturum Atletico Madrid síðasta sumar. Hann hefur farið á kostum á sinni fyrstu leiktíð á Englandi og skorað 17 mörk í 19 deildarleikjum fyrir Chelsea sem situr í toppsæti úrvalsdeildarinnar.


Tengdar fréttir

Diego Costa fékk þriggja leikja bann

Diego Costa, framherji Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, var í dag dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að stíga á Liverpool-leikmanninn Emre Can í undaúrslitaleik liðanna í enska deildabikarnum.

Costa kærður fyrir að traðka á Can

Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að kæra Diego Costa fyrir ofbeldisfulla hegðun í leik Chelsea og Liverpool í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×