Enski boltinn

Conte að ganga frá kaupum á sínum fyrsta leikmanni sem stjóri Chelsea

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Radja Nainggolan er á leið frá Roma til Chelsea.
Radja Nainggolan er á leið frá Roma til Chelsea. vísir/getty
Samkvæmt fréttum breskra miðla í morgun er Antonio Conte, verðandi knattspyrnustjóri Chelsea, búinn að landa sínum fyrsta leikmanni sem gengur í raðir liðsins í sumar.

Eftir 48 klukkustunda samningaviðræður hafa forráðamenn Chelsea og ítalska stórliðsins Roma komist að samkomulagi um 28 milljóna punda kaup á belgíska landsliðsmanninum Radja Nainggolan.

Þessi vinnusami miðjumaður er sagður hafa verið efstur á óskalista Conte sem á að vera mikill aðdáandi, en hann hefur margsinnis mætt Nainggollan í ítölsku A-deildinni þegar hann stýrði Juventus til þriggja Ítalíumeistaratitla í röð.

Radja Nainggolan er 27 ára gamall leikmaður sem fékk sitt fyrsta tækifæri í meistaraflokki með Piacenza árið 2006 en hann komst til metorða hjá Cagliari þar sem hann spilaði frá 2010-2014.

Roma fékk hann lánaðan seinni hluta tímabils 2014 og nýtti sér forkaupsrétt á leikmanninum. Hann hefur síðan verið lykilmaður í liði Rómverja.

Hann á að baki 18 landsleiki fyrir Belga og hefur skorað í þeim fjögur mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×