Sport

Conor er skítsama um Donald Trump

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Írinn málglaði, Conor McGregor, var nýlentur í Bandaríkjunum er hann lét forsetaframbjóðandann Donald Trump fá það óþvegið.

McGregor var gripinn í viðtal á flugvellinum í Los Angeles þar sem hann var meðal annars spurður út í orð Trump um Rondu Rousey.

Trump var á meðal þeirra sem glöddust mikið er Rousey tapaði gegn Holly Holm. Sagði meðal annars að Rousey væri ekki góð manneskja eins og má sjá hér að neðan.

„Þetta skiptir engu máli og Trump getur lokað sínum feita tranti. Mér er skítsama um hann," sagði McGregor á sinn einstaka hátt en myndband af þessu má sjá hér að ofan.

McGregor er mættur til Los Angeles ásamt Gunnari Nelson þar sem þeir undirbúa sig fyrir bardaga sína þann 12. desember næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×