SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 09:15

Uber tekur sjálfkeyrandi bíla úr umferđ eftir óhapp

FRÉTTIR

Conor berst um léttvigtartitilinn í mars

 
Sport
21:49 12. JANÚAR 2016
UFC sendi ţessa auglýsingu frá sér í kvöld.
UFC sendi ţessa auglýsingu frá sér í kvöld.

UFC staðfesti loksins í kvöld að Conor McGregor muni keppa um titilinn í léttvigt gegn Rafael Dos Anjos.

Conor varð heimsmeistari í fjaðurvigt í desember og lét þá að því liggja að hann vildi verða fyrsti maðurinn í sögu UFC til þess að vera með belti í tveimur þyngdarflokkum.

Hann sagðist ætla að vinna bæði beltin og síðan verja bæði. Hann fékk leyfi til þess frá UFC og mun því mæta léttvigtarmeistaranum Dos Anjos þann 5. mars næstkomandi.

Búist var við þessari tilkynningu fyrr en McGregor vildi víst fá meiri pening en honum var boðið í fyrstu. Skal engan undra. Hann er langstærsta stjarnan UFC og mokar inn peningum fyrir sambandið.

Bardaginn fer að sjálfsögðu fram á MGM-hótelinu í Las Vegas.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Conor berst um léttvigtartitilinn í mars
Fara efst