Körfubolti

Clippers ætlar ekki að losa sig við Griffin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Griffin horfir bara á leiki Clippers þessa dagana.
Griffin horfir bara á leiki Clippers þessa dagana. vísir/getty
Það hafa verið sögusagnir í bandarískum fjölmiðlum síðustu daga um að LA Clippers ætli að losa sig við stjörnu liðsins, Blake Griffin.

Griffin lenti í slagsmálum við starfsmann Clippers um jólin og handleggsbrotnaði við það. Hann hefur ekki spilað síðan.

Doc Rivers, þjálfari og forseti Clippers, segir að þessar sögusagnir séu hreinn uppspuni.

„Ég er búinn að segja ykkur áður að við ætlum ekki að losa okkur við Blake. Þið viljið samt halda áfram að skrifa þessar fréttir. Það er lítið sem ég get gert við því,“ sagði pirraður Rivers.

„Það kemur ykkur ekkert við heldur hvort það sé verið að hringja og bjóða í hann. Það er hringt út af öllum okkar leikmönnum. Þessar sögur fara samt í taugarnar á mér því þær eru ekki sannar.“

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×