Fótbolti

Chicharito genginn til liðs við Leverkusen

fKristinn Pall Teitsson skrifar
Chicharito eftir undirskrift í dag.
Chicharito eftir undirskrift í dag. Mynd/Twitter-síða Leverkusen
Þýska félagið Bayer Leverkusen staðfesti í dag að gengið hefði verið frá kaupunum á Javier Hernandez, Chicharito, frá Manchester United en þýska félagið náði að klára skiptin rétt fyrir lokun þýska félagsskiptagluggans 17.00.

Chicharito sem eyddi síðasta tímabili á láni hjá Real Madrid skrifaði undir fjögurra ára samning hjá þýska félaginu sem greiddi Manchester United samkvæmt þýskum miðlum tólf milljónir evra. Átti hann aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá Manchester United.

Chicharito lék alls 157 leiki í öllum keppnum fyrir Manchester United og skoraði í þeim 59 mörk en hann þurfti oftast að sætta sig við sæti á varamannabekk liðsins. Átti hann sitt besta tímabil á síðasta ári Sir Alex Ferguson en þá skoraði hann átján mörk í 36 leikjum.

Er honum ætlað að fylla í skarð Son Heung-Min sem gekk til liðs við Tottenham í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×