Enski boltinn

Chelsea vann áttunda sigurinn í röð | Sjáðu öll mörk gærdagsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Diego Costa skoraði og gaf stoðsendingu í áttunda sigri Chelsea í röð.
Diego Costa skoraði og gaf stoðsendingu í áttunda sigri Chelsea í röð. vísir/getty
Alls voru 27 mörk skoruð í sjö leikjum í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Chelsea vann sinn áttunda leik í röð þegar liðið lagði Manchester City að velli, 1-3, í stórleik helgarinnar.

Tottenham tók Swansea City í karphúsið og vann 5-0 sigur á White Hart Lane. Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Swansea.

Eftir sex töp í röð vann Crystal Palace loksins leik þegar Southampton kom í heimsókn á Selhurst Park.

Sunderland vann sinn þriðja sigur í síðustu fjórum leikjum þegar lærisveinar Davids Moyes lögðu Englandsmeistara Leicester City að velli.

West Brom er komið upp í 6. sæti deildarinnar eftir 3-1 sigur á Watford.

Burnley tapaði sínum þriðja leik í röð þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Stoke City á útivelli. Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burnley vegna meiðsla.

Þá skoraði Alexis Sánchez þrennu þegar Arsenal rúllaði yfir West Ham United, 1-5, á Lundúnavellinum.

Mörkin úr leikjunum sjö má sjá hér að neðan.

Man City 1-3 Chelsea Tottenham 5-0 Swansea Crystal Palace 3-0 Southampton Sunderland 2-1 Leicester City West Brom 3-1 West Ham Stoke City 2-0 Burnley West Ham 1-5 Arsenal



Fleiri fréttir

Sjá meira


×