Enski boltinn

Chelsea samþykkir lánstilboð AC Milan í Torres

Fernando Torres.
Fernando Torres. Vísir/getty
Chelsea staðfesti í kvöld að félagið hefði samþykkt að lána Fernando Torres til AC Milan til tveggja ára. Torres verður þriðji framherjinn sem AC Milan fær lánaðann frá Chelsea.

Knattspyrnustjóri Chelsea, Jose Mourinho gaf það út á dögunum að Torres væri ekki til sölu en það virðist vera annar tónn í honum þessa dagana. Þegar lánssamningnum lýkur verður samningi hans hjá Chelsea lokið.

Torres náði aldrei að sýna sitt rétta andlit síðan hann gekk til liðs við Chelsea frá Liverpool á 50 milljónir punda. Hefur hann aðeins skorað 20 mörk í 110 leikjum í ensku úrvalsdeildinni fyrir félagið.

Fylgir hann í fótspor Hernan Crespo og Andriy Shevchenko sem framherjar sem fóru á láni til AC Milan frá Chelsea eftir misheppnaða dvöl í London.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×