Enski boltinn

Chelsea hafði betur í vítaspyrnukeppni gegn Barcelona | Sjáðu mörkin og vítaspyrnukeppnina

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ensku meistaranrir í Chelsea höfðu betur gegn spænska stórveldinu Barcelona í æfingarleik liðanna í nótt sem fór fram í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington. Var þetta annnar leikurinn í röð sem Chelsea vinnur í vítaspyrnukeppni en mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir ofan og vítaspyrnunukeppnina neðst í fréttinni.

Bæði lið stilltu upp nokkuð sterkum byrjunarliðum en í lið Barcelona vantaði þó stjörnurnar Lionel Messi og Neymar. Brasilíski miðjumaðurinn Kenedy fékk tækifæri í liði Chelsea en Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea stillti upp Kourt Zouma í stað Johns Terry.

Fyrsta mark leiksins var í glæsilegri kantinum en þar var að verki belgíski snillingurinn Eden Hazard eftir glæsilegan einleik. Fékk hann boltann á miðjum vallarhelming Barcelona, lék á varnarmenn liðsins og lagði boltann í netið framhjá Marc Ter-Stegen í markinu.

Staðan var 1-0 fyrir Chelsea í hálfleik en í upphafi seinni hálfleiks náðu Börsungar að snúa taflinu við sér í hag. Luis Suárez skoraði með snyrtilegri vippu yfir Thibaut Courtois. Sandro bætti við öðru marki Barcelona tíu mínútum seinna og skyndilega voru spænsku meistararnir komnir yfir.

Þessu var þó ekki lokið því Gary Cahill náði að jafna metin stuttu fyrir leikslok fyrir Chelsea. Skallaði hann framhjá Joel Masip í marki Barcelona eftir skrautlega skógarferð markmannsins og í autt netið.

Þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem ensku meistarnir höfðu betur. Brenndu Alen Halilovic og Gerard Pique af en Falcao, Moses, Ramires og Remy nýttu allir vítaspyrnur sínar fyrir Chelsea.

Eiga bæði liðin eftir einn leik á mótinu gegn Fiorentina en fara leikirnir fram í Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×