Lífið

Cheeto í laginu eins og Harambe seldist á ellefu milljónir

Samúel Karl Ólason skrifar
Skjáskot af uppboðinu áður en því lauk.
Skjáskot af uppboðinu áður en því lauk.
Á ferðalagi um internetið er hægt að rekast á furðulegustu hluti. Þessi er líklega með þeim furðulegustu. Chetto-flaga, sem þykir vera í laginu eins og górilan Harambe, var nýverið seld á tæpa hundrað þúsund dali, eða um ellefu milljónir króna, á eBay.

Harambe var, eins og frægt er orðið, drepinn í dýragarði í Cincinnati eftir að barn féll í búr hans.

Aðilinn sem seldi flöguna hefur hingað til að mestu selt Blu-ray diska en það tók hann fjórar tilraunir að selja flöguna. Í fyrstu þrjú skiptin bauð enginn í hana.

Þann fimmta febrúar var tíst um söluna á vinsælli Twitter-síðu og þá fór boltinn að rúlla.

Ekki er þó víst að um raunverulegt boð sé að ræða, en það á eftir að koma í ljós. Innan við sólarhringi eftir að tístið hér að ofan var birt, fór hæsta boð úr tólf dölum í rúmlega 90 þúsund. samkvæmt CNet.

Ef það má læra einhverja lexíu af þessum fregnum, er það væntanlega að maður á alltaf að skoða það sem maður ætlar sér að borða áður en maður setur það upp í sig. Hver veit? Kannski væri hægt að kaupa draumaíbúðina fyrir næstu Bingókúlu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×