Charlie Hebdo gerði grín að öllum Jakob Bjarnar skrifar 7. janúar 2015 16:30 Charlie Hebdo gerðu grín að öllu og öllum. Þessar myndir hleyptu öllu í bál og brand. Þeim er nú dreift um allt net, á Facebook og Twitter til að sýna hinum föllnu samúð og til að lýsa yfir samstöðu með tjáningarfrelsinu. Vísir/AFP Gérard Lemarquis kennari er Frakki sem hefur búið á Íslandi í áratugi. Hann hefur fylgst grannt með gangi mála, fréttaflutningi af hinum hrottafengnu árásum á ritstjórnarskrifstofur satírutímaritsins Charlie Hebdo í 11. hverfi Parísarborgar, með þeim afleiðingum að 12 eru látnir, þeirra á meðal ritstjóri tímaritsins og níu særðir. „Ég þekkti þetta fólk; teiknara og blaðamenn. Ég hitti þá árið 1969 þegar blaðið þeirra var bannað. Það var í kjölfar þess að þeir gerðu grín að dauða Charles de Gaulle, þegar hann dó. Gerðu grín að stóra manninum sem var heilagur. Þá var blaðið bannað. Margir mótmæltu og ég hitti þá í tengslum við það,“ segir Gérard.Gérard Lemarquis les Le Monde á góðri stundu, í París.úr einkasafniCharlie Hebdo hét þá Hara-Kiri. „Þetta er gamalt vikublað, ádeilublað sem gerir grín að öllu og öllum. Og líka að ofstækistrú íslamista,“ segir Gérard. Hann segir að þegar blaðið hafi birt skopmyndir af Múhameð fyrir tveimur árum hafi verið varpað eldsprengju inná skrifstofur blaðsins en að öðru leyti voru viðbrögð við því sáralítil. Þá. „Samt var það svo að lögreglan hefur passað skrifstofur blaðsins.“ Þeir tólf sem drepnir voru eru allir frægir blaðamenn og skopmyndateiknarar, að sögn Gérards. „Þeir störfuðu líka á öðrum blöðum.“ Stéphane Charbonnier ritstjóri tímaritsins, sem kallaður er Charb, var á lista yfir eftirlýsta, dauður eða lifandi, sem birtur var í tímariti Qaeda‘s Insprire Magazine 1. mars í fyrra. Hann hefur nú verið drepinn ásamt samstarfsfólki sínu. Gérard vefst tunga um tönn þegar hann er spurður um afstöðu Frakka og Parísarbúa til blaðsins. „Þeir eru rótttækir sem kaupa blaðið. Það telst langt til vinstri. Sem er mótsagnakennt. Því þeir sem eru á móti íslamistum eru yfirleitt langt til hægri. Le Penn-istar og fleiri sem eru á móti moskubyggingum, móti múhameðstrú. Hér er um allt annað að ræða. Þetta er vinstra blað, sem taldi að ekki ætti að ritskoða neinn. Það mætti og ætti að gera grín að öllu, þar með talið múhameðstrú.“Stéphane Charbonnier ritstjóri tímaritsins, sem kallaður er Charb, var á lista yfir eftirlýsta, dauður eða lifandi, sem birtur var í tímariti Qaeda‘s Insprire Magazine 1. mars í fyrra.Gérard Lemarquis segir að sér sé persónulega brugðið. „Jú, ofboðslega. Þetta er mikil sorg. Og þetta mun hafa miklar afleiðingar í för með sér í Frakklandi. Alveg örugglega. Hverjar þær afleiðingar verða veit enginn á þessu stigi.“ Gérard treystir sér ekki til að spá um hvort þetta muni hafa kælingaráhrif á fjölmiðla í Frakklandi, að þeir muni veigra sér við að fjalla um umdeild mál af ótta við viðbrögð öfgahópa, það er of snemmt um að segja. Charlie Hebdo Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira
Gérard Lemarquis kennari er Frakki sem hefur búið á Íslandi í áratugi. Hann hefur fylgst grannt með gangi mála, fréttaflutningi af hinum hrottafengnu árásum á ritstjórnarskrifstofur satírutímaritsins Charlie Hebdo í 11. hverfi Parísarborgar, með þeim afleiðingum að 12 eru látnir, þeirra á meðal ritstjóri tímaritsins og níu særðir. „Ég þekkti þetta fólk; teiknara og blaðamenn. Ég hitti þá árið 1969 þegar blaðið þeirra var bannað. Það var í kjölfar þess að þeir gerðu grín að dauða Charles de Gaulle, þegar hann dó. Gerðu grín að stóra manninum sem var heilagur. Þá var blaðið bannað. Margir mótmæltu og ég hitti þá í tengslum við það,“ segir Gérard.Gérard Lemarquis les Le Monde á góðri stundu, í París.úr einkasafniCharlie Hebdo hét þá Hara-Kiri. „Þetta er gamalt vikublað, ádeilublað sem gerir grín að öllu og öllum. Og líka að ofstækistrú íslamista,“ segir Gérard. Hann segir að þegar blaðið hafi birt skopmyndir af Múhameð fyrir tveimur árum hafi verið varpað eldsprengju inná skrifstofur blaðsins en að öðru leyti voru viðbrögð við því sáralítil. Þá. „Samt var það svo að lögreglan hefur passað skrifstofur blaðsins.“ Þeir tólf sem drepnir voru eru allir frægir blaðamenn og skopmyndateiknarar, að sögn Gérards. „Þeir störfuðu líka á öðrum blöðum.“ Stéphane Charbonnier ritstjóri tímaritsins, sem kallaður er Charb, var á lista yfir eftirlýsta, dauður eða lifandi, sem birtur var í tímariti Qaeda‘s Insprire Magazine 1. mars í fyrra. Hann hefur nú verið drepinn ásamt samstarfsfólki sínu. Gérard vefst tunga um tönn þegar hann er spurður um afstöðu Frakka og Parísarbúa til blaðsins. „Þeir eru rótttækir sem kaupa blaðið. Það telst langt til vinstri. Sem er mótsagnakennt. Því þeir sem eru á móti íslamistum eru yfirleitt langt til hægri. Le Penn-istar og fleiri sem eru á móti moskubyggingum, móti múhameðstrú. Hér er um allt annað að ræða. Þetta er vinstra blað, sem taldi að ekki ætti að ritskoða neinn. Það mætti og ætti að gera grín að öllu, þar með talið múhameðstrú.“Stéphane Charbonnier ritstjóri tímaritsins, sem kallaður er Charb, var á lista yfir eftirlýsta, dauður eða lifandi, sem birtur var í tímariti Qaeda‘s Insprire Magazine 1. mars í fyrra.Gérard Lemarquis segir að sér sé persónulega brugðið. „Jú, ofboðslega. Þetta er mikil sorg. Og þetta mun hafa miklar afleiðingar í för með sér í Frakklandi. Alveg örugglega. Hverjar þær afleiðingar verða veit enginn á þessu stigi.“ Gérard treystir sér ekki til að spá um hvort þetta muni hafa kælingaráhrif á fjölmiðla í Frakklandi, að þeir muni veigra sér við að fjalla um umdeild mál af ótta við viðbrögð öfgahópa, það er of snemmt um að segja.
Charlie Hebdo Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira