Enski boltinn

Cesc kominn með fjögurra stoðsendinga forskot á Gylfa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cesc Fabregas og Gylfi Þór Sigurðsson.
Cesc Fabregas og Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty
Cesc Fabregas, leikmaður Chelsea, skoraði bæði og lagði upp mark í 2-0 sigri Chelsea á Stoke í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi en með sigrinum náði Chelsea þriggja stiga forskoti á toppi deildarinnar.

Cesc Fabregas er þar með kominn með fjögurra stoðsendinga forskot á íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson sem er í öðru sæti listans með tveggja stoðsendingar forskot á næstu menn.

Cesc Fabregas var í gær að gefa stoðsendingu í þriðja deildarleiknum í röð en hann hefur lagt upp mark í 10 af 16 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni.

Fabregas hefur alls gefið sextán stoðsendingar í 23 leikjum með Chelsea í öllum keppnum á þessu fyrsta tímabili sínu með liðinu.

Gylfa Þór hefur eins og áður sagði gefið tveimur fleiri stoðsendingar en næstu menn sem eru þeir Dusan Tadic, Leighton Baines, Stewart Downing og Ángel Di María.

Hér fyrir ofan má sjá svipmyndir frá leik Chelsea og Stoke í gærkvöldi.



Flestar stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni:

1. Cesc Fabregas, Chelsea     12

2. Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea City     8

3. Dusan Tadic, Southampton     6

3. Leighton Baines, Everton     6

3. Stewart Downing, West Ham United     6

3. Ángel Di María, Manchester United     6

7. Oscar, Chelsea     5

7. James Milner, Manchester City     5

7. Alexis Sánchez, Arsenal     5

10. Raheem Sterling, Liverpool     4

10. Chris Brunt, West Bromwich Albion     4

10. Jordan Henderson, Liverpool     4

10. Jesús Navas, Manchester City     4

10. Erik Lamela, Tottenham Hotspur     4




Fleiri fréttir

Sjá meira


×