Viðskipti innlent

Century Aluminum kaupir Mt. Holly

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Móðurfélag Norðuráls kaupir stóran hlut í álveri í Suður Karólínu af Alcoa.
Móðurfélag Norðuráls kaupir stóran hlut í álveri í Suður Karólínu af Alcoa.
Century Aluminum Company, móðurfélag Norðuráls á Grundartanga, tilkynnti í gær að eitt af dótturfélögum þess hefði keypt 50,3 prósent hlut í Mt. Holly álverinu í Suður Karólínu í Bandaríkjunum. Hluturinn var í eigu Alcoa. Um 600 starfsmenn vinna hjá fyrirtækinu og framleiðslugetan er um 229 þúsund tonn af áli. Eftir viðskiptin á Century Aluminum 100 prósent hlut í Mt. Holly.

„Við erum ánægð með að fá starfsfólk Mt. Holly að fullu til liðs við okkur,“ segir  Michael Bless, forstjóri Century Aluminum. „Við þekkjum vel þessa verksmiðju eftir áralangt samband við hana og erum ánægð með tækifærin sem skapast við þessa yfirtöku,“ segir Bless. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×