Fótbolti

Celtic aftur slegið út úr Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Virgil van Dijk hjá Celtic gat ekki leynt vonbrigðum sínum.
Virgil van Dijk hjá Celtic gat ekki leynt vonbrigðum sínum. Vísir/Getty
Celtic var eitt af fimm liðum sem féllu út úr Meistaradeildinni í kvöld en liðið tapaði þá 0-1 á heimavelli á móti Maribor frá Slóveníu.

Liðin fimm sem tryggðu sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar voru rússneska liðið Zenit frá Sanktí Pétursborg, APOEL frá Kýpur,  BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi, Maribor frá Slóveníu og Porto frá Portúgal.  Fimm bætast síðan í hópinn á morgun.

Celtic-menn voru þarna slegnir aftur út úr Meistaradeildinni en pólska liðið Legia frá Varsjá hafði áður unnið skoska liðið í síðustu umferð. Eftir leikinn kom síðan upp Pólverjarnir hefðu notað ólöglegan leikmann og Celtic fékk því annað tækifæri til að komast inn í Meistaradeildina þriðja árið í röð.

Celtic var í ágætri stöðu fyrir kvöldið eftir 1-1 jafntefli í Slóveníu en Morales Tavares tryggði gestunum 1-0 sigur á 75. Mínútu og um leið sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Yacine Brahimi og Jackson Martínez tryggði Porto 2-0 sigur á franska liðinu Lille en portúgalska liðið fór þar með áfram 3-0 samanlagt.

Zenit, APOEL og BATE Borisov unnu öll stóra heimasigra og flugu áfram úr sínum viðureignum.



Úrslit í umspilsleikjum kvöldsins:

Zenit - Standard Liege    3-0 (samanlagt 4-0)

APOEL - AaB    4-0 (samanlagt 5-1)

BATE Borisov - Slovan Bratislava    3-0 (samanlagt 4-1)

Porto - Lille    2-0 (samanlagt 3-0)

Celtic - Maribor    0-1  (samanlagt 1-2)

Morales Tavares fagnar hér sigurmarki sínu.Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×