Fótbolti

Cavani fékk gult fyrir að votta fórnarlömbum flugslyssins virðingu sína

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Edison Cavani fagnar markinu í gær.
Edison Cavani fagnar markinu í gær. vísir/getty
Edison Cavani, framherji Frakklandsmeistara Paris Saint-Germain, fekk gult spjald fyrir að fara úr treyjunni eftir að skora mark í 2-0 sigri á Angers í gærkvöldi og votta fórnarlömbum flugslyssins í Kólumbíu virðingu sína en þar missti brasilíska liðið Chapecoense nær alla sína leikmenn.

Úrúgvæinn skoraði úr vítaspyrnu á 66. mínútu sem var dæmd þegar brotið var á Hatem Ben Arfa en markið var það 100. sem framherjinn skorar fyrir PSG á ferlinum.

Eftir að skora markið reif hann sig úr treyjunni en undir henni var Cavani í bol með handgerðu merki brasilíska liðsins. Undir var hann búinn skrifa orðið „Fuerza“ eða styrkur.

Dómari leiksins, Frank Schneider, gaf engan afslátt af lagabókstafnum og sýndi Cavani gula spjaldið fyrir að fara úr treyjunni eins og honum ber að gera.

Cavani er nú búinn að skora jafnmörk mörk og Dominique Rocheteau fyrir Paris Saint-Germanin en hann er enn þá langt á eftir Zlatan Ibrahimovic sem skoraði 156 mörk á fjórum árum fyrir franska félagið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×