Bíó og sjónvarp

Casper og Frank mæta á frumsýninguna hér á landi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frank og Casper verða á svæðinu.
Frank og Casper verða á svæðinu. vísir/anton
Danska gamanmyndin Klovn Forever verður frumsýnd í Háskólabíói á fimmtudagskvöldið en aðalleikarar myndarinnar verða mættir á svæðið.

Frank Hvam og Casper Christensen fara eins og vanalega með aðalhlutverkin í Klovn en Þeir verða á staðnum og munu stíga á svið og bjóða fólk velkomið og ræða aðeins myndina á undan sýningu.

Þetta er önnur myndin sem kemur út frá þeim Klovn-bræðrum en þættirnir hófu göngu sína árið 2005 í Danmörku og hafa alltaf notið mikilla vinsælda hér á landi. 


Tengdar fréttir

Casper kannast ekki við fullyrðingar Gests

Gestur Valur Svansson sagðist vera með samning við Adam Sandler og vinnuaðstöðu hjá "vini" sínum, danska grínaranum Casper Christensen. "Hann hefur hefur aldrei unnið hjá mér og hann er ekki með vinnuaðstöðu hjá mér," segir Casper.

Vill komast í gagnagrunn Séð og Heyrt í Danmörku

Skemmtikrafturinn og Klovn-leikarinn Casper Christensen er ekki parsáttur við Séð og Heyrt í Danmörku og krefst þess nú að blaðið afhendi allar þær persónuupplýsingar sem til eru um hann í gagnagrunni fyrirtækisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×