Enski boltinn

Carragher: Ekki spila Balotelli gegn Real Madrid

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jamie Carragher, fyrrverandi miðvörður Liverpool, vill að Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri liðsins, hafi MarioBalotelli á bekknum í stórleiknum gegn Real Madrid í Meistaradeildinni annað kvöld.

Liverpool er í þriðja sæti B-riðils eftir tap gegn Basel á útivelli í síðustu umferð og Carragher telur að liðið þurfi á úrslitum að halda annað kvöld ætli það sér upp úr riðlinum.

„Balotelli hleypur ekki nóg. Á móti Real Madrid verður Liverpool að fá fólkið með sér og spila hápressuna sem skilaði því úrslitum á síðustu leiktíð,“ sagði Carragher á Sky Sports í gærkvöldi.

„Ég myndi hafa RaheemSterling inn á því hann getur hlaupið bakvið varnarmennina og Liverpool þarf líklega að beita mikið af skyndisóknum í leiknum. Madrid verður meira með boltann. Þetta er mikilvægur leikur og Liverpool verður að fá eitthvað út úr honum,“ segir Carragher.

Miðvörðurinn fyrrverandi vill fá Brasilíumanninn PhilppeCoutinho inn í liðið, en hann kom sterkur inn gegn QPR á sunnudaginn og skoraði mikilvægt mark.

„Ég myndi spila Coutinho frekar en Balotelli. Ég myndi ekki spila Balotelli í þessum leik,“ sagði Jamie Carragher.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×