Innlent

Caribou tónleikar aftur á dagskrá

Hljómleikum kanadísku sveitarinnar Caribou sem áttu að fara fram á Nasa í gær hefur verið frestað til 28. júní. Eins og greint var frá í gær kom eldgosið í veg fyrir að liðsmenn kæmust til landsins. Miði á tónleikana í gær mun gilda á nýja dagsetningu en þeir miðakaupendur sem ekki geta notað miða sinn á tónleikana í júní fá endurgreiðslu með því að hafa samband við midi.is í síma 540-7800. Að sögn skipuleggjenda verða miðar endurgreiddir til og með mánudeginum 30. maí.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×