Erlent

Cameron ræðir um breytt samband Breta og ESB

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
David Cameron lofaði í kosningabaráttunni þjóðaratkvæðagreiðslu um veru Bretlands í ESB.
David Cameron lofaði í kosningabaráttunni þjóðaratkvæðagreiðslu um veru Bretlands í ESB. Vísir/AFP
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að leggja fram hugmyndir sínar um breytingar á sambandi Breta og Evrópusambandsins á leiðtogafundi sem haldinn verður í Lettlandi í dag.

Í kosningabaráttunni fyrir nýafstaðnar þingkosningar í landinu lofaði hann að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um veru Bretlands í sambandinu.

Leiðtogafundurinn snýst um samband Evrópusambandsins við lönd sem tilheyrðu áður Sovíetríkjunum. Næsta víst er að stríðsátök í Úkraínu verði helsta umræðuefni fundarins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×