Fréttir

Fréttamynd

Jóhanna gagnrýnir Icelandair

Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, þingkona og flugfreyja gagnrýnir framgöngu flugfélagsins Icelandair gegn flugliðum sínum í pistli á Facebook síðu sinni í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hvetur þá sem synjað er um ferðaþjónustu til að áfrýja

Íbúar á hjúkrunarheimilum hafa ekki rétt á að nýta ferðaþjónustu fatlaðra hjá Reykjavíkurborg en geta átt rétt á akstursþjónustu fyrir aldraða, að uppfylltum skilyrðum. Framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis hvetur þá sem synjað er um þjónustu til að áfrýja til velferðarráðs.

Innlent
Fréttamynd

Skoðaði aldrei sjúkraskrá sér til skemmtunar

Framkvæmdastjór lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands var í fullum rétti þegar hann skoðaði sjúkraskrá konu sem kvartaði yfir veitingu heilbrigðisþjónustu hjá stofnuninni. Þetta er niðurstaða Persónuverndar.

Innlent
Fréttamynd

Dyraverðir vilja fá betri búnað til að bregðast við ofbeldi

Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur vilja njóta aukins frelsis og aukinna réttinda í starfi sínu. Meðal þess sem þeir vilja er víkkun á starfssvæði þeirra og heimild til þess að notast við handjárn við störf sín, sem fela oft í sér að yfirbuga eða taka niður þá gesti skemmtistaða sem þykja sýna af sér óæskilega eða ógnandi hegðun.

Innlent
Sjá næstu 25 fréttir
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.