Býst við milljarða tapi af Vaðlaheiðargöngum Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. desember 2012 14:01 Vilhjálmur Hilmarsson tekur við verðlaununum úr hendi Ásgeirs Jónssonar. Mynd/ Anton. Tap á framkvæmdum við Vaðlaheiðargöng gætu numið um 4,3 milljörðum króna. Þetta sýna niðurstöður Vilhjálms Hilmarssonar hagfræðings sem vann meistaraverkefni í hagfræði við Háskóla Íslands þar sem hann kannaði málið. Vilhjálmur hlaut í dag Verðlaun Skúla fógeta, sem verðbréfafyrirtækið Gamma, veitir fyrir verkefnið sitt. Það var Ásgeir Jónsson, doktor í hagfræði, sem veitti verðlaunin en hann var formaður dómnefndar. Verkefnið snerist um að aðlaga danskt líkan, frá danska samgönguráðuneytinu að íslensku hagkerfi. „Þetta er líkan sem metur þjóðhagslega arðsemi samgönguframkvæmda," segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. Hann segir að metin sé arðsemi út frá öllum hliðum, það er ábata notenda, ábata alls samfélagsins og ábata hins opinbera. „Og þetta metur sem sagt nettó ávinning eða tap af samgönguframkvæmdum," segir Vilhjálmur. Niðurstöður varðandi Vaðlaheiðargöng eru þær að 4,3 milljarða tap er á verkefninu, en verkefnið er fjármagnað í einkaframkvæmd með láni frá ríkissjóði. „Þetta er að vísu braðabirgðatala af því að matið hefur ekki enn verið fullklárað," segir Vilhjálmur. Hann segir að talan miðist við núvirði og matið nái fimmtíu ár fram í tímann. Vilhjálmur, sem vinnur hjá Vegagerðinni, segist hafa fengið jákvæð viðbrögð við verkefninu frá sínum vinnustað.Hér að neðan má lesa nánar um ritgerð Vilhjálms Ritgerð Vilhjálms nefnist: Innleiðing arðsemislíkansins ,,TERESA" – þjóðhagsleg arðsemi samgönguframkvæmda – Þegar teknar eru ákvarðanir um fjárfestingar í samgöngumannvirkjum skiptir miklu máli að meta kostnað og ábata í réttu félagslegu- og hagrænu samhengi. Vitaskuld eru margar framkvæmdir jákvæðar fyrir samfélagið en framlög ríkisins eru takmörkuð og því skiptir máli að forgangsraða framkvæmdum eftir þjóðhagslegri arðsemi þeirra. Slíkt mat getur oft verið mjög vandasamt þar sem ábatinn dreifist víða eða kemur fram með þeim hætti sem erfitt er að meta til verðs, s.s. með fækkun slysa. Einnig er nauðsyn að meta fórnarkostnað þeirra framleiðsluþátta sem renna til framkvæmdarinnar og velferðaráhrif þeirrar skattheimtu sem hlýtur að standa undir henni. Fyrir ríkið skiptir einnig máli hvaða áhrif framkvæmdin muni hafa á framtíðarskatttekjur. Á hinum Norðurlöndunum er komin löng hefð fyrir því að opinberar stofnanir beiti kerfisbundið kostnaðar-/ábatagreiningu við að meta arðsemi og forgangsraða samgönguverkefnum. Forgangsröðunin á sér bæði stað milli mismunandi málaflokka/ferðamáta og innan tiltekins málaflokks. Danska samgönguráðuneytið hefur um árabil staðið fyrir þróun og innleiðslu arðsemislíkans sem byggt er á félagshagfræðilegum grunni og aðferðarfræði kostnaðar-/ábatagreiningar [TERESA] til að forgangsraða samgöngufjárfestingum. Arðsemislíkanið TERESA reiknar ábata- og kostnaðarliði verkefnis sem fjármagnað er af hinu opinbera. Meðal ábataliða má nefna sparnað samfélagsins vegna styttri vegalengda og tímasparnaðar ásamt sparnaði samfélagsins vegna breytinga í ytri áhrifum: fækkunar slysa sem og minnkunar í hávaðamengun, loftmengun o.fl. Í kostnaðarliðum felst stofnkostnaður verkefnis, rekstrarkostnaður, velferðaráhrif skattheimtu og útgjaldaáhrif á hið opinbera í formi breytinga í skatttekjum vegna samgöngumannvirkis. Allir ábata- og kostnaðarliðir eru gerðir upp í markaðsverðum út frá sjónarhorni skattgreiðenda til að brúa það ósamræmi sem felst í því verðlagi sem hið opinbera/fyrirtæki og skattgreiðendur standa frammi fyrir. Verðlaunaritgerð Vilhjálms setur einmitt TERESU aðferðafræðina í íslenskt samhengi bæði með því að setja upp íslenskt gagnasafn og stika til þess að geta framkvæmt kostnaðar- og ábatamat er getur þjónað sem viðmið til forgangsröðunar hér á landi. Verður það að teljast mjög mikilvægt framlag til íslenskra samgöngumála sem gæti skilað töluverðum ábata í framtíðinni með skilvirkari ákvarðanatöku. Vilhjálmur beitir síðan TERESU aðferðafræðinni á fyrirhuguð Vaðlaheiðargöng og ber matið saman við önnur möt sem gerð hafa verið á göngunum. Hann kemst að því þau hafa neikvætt núvirði sem nemur rúmum fjórum milljörðum.Nánar má lesa um verðlaunin á vefsíðu GAMMA, Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Tap á framkvæmdum við Vaðlaheiðargöng gætu numið um 4,3 milljörðum króna. Þetta sýna niðurstöður Vilhjálms Hilmarssonar hagfræðings sem vann meistaraverkefni í hagfræði við Háskóla Íslands þar sem hann kannaði málið. Vilhjálmur hlaut í dag Verðlaun Skúla fógeta, sem verðbréfafyrirtækið Gamma, veitir fyrir verkefnið sitt. Það var Ásgeir Jónsson, doktor í hagfræði, sem veitti verðlaunin en hann var formaður dómnefndar. Verkefnið snerist um að aðlaga danskt líkan, frá danska samgönguráðuneytinu að íslensku hagkerfi. „Þetta er líkan sem metur þjóðhagslega arðsemi samgönguframkvæmda," segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. Hann segir að metin sé arðsemi út frá öllum hliðum, það er ábata notenda, ábata alls samfélagsins og ábata hins opinbera. „Og þetta metur sem sagt nettó ávinning eða tap af samgönguframkvæmdum," segir Vilhjálmur. Niðurstöður varðandi Vaðlaheiðargöng eru þær að 4,3 milljarða tap er á verkefninu, en verkefnið er fjármagnað í einkaframkvæmd með láni frá ríkissjóði. „Þetta er að vísu braðabirgðatala af því að matið hefur ekki enn verið fullklárað," segir Vilhjálmur. Hann segir að talan miðist við núvirði og matið nái fimmtíu ár fram í tímann. Vilhjálmur, sem vinnur hjá Vegagerðinni, segist hafa fengið jákvæð viðbrögð við verkefninu frá sínum vinnustað.Hér að neðan má lesa nánar um ritgerð Vilhjálms Ritgerð Vilhjálms nefnist: Innleiðing arðsemislíkansins ,,TERESA" – þjóðhagsleg arðsemi samgönguframkvæmda – Þegar teknar eru ákvarðanir um fjárfestingar í samgöngumannvirkjum skiptir miklu máli að meta kostnað og ábata í réttu félagslegu- og hagrænu samhengi. Vitaskuld eru margar framkvæmdir jákvæðar fyrir samfélagið en framlög ríkisins eru takmörkuð og því skiptir máli að forgangsraða framkvæmdum eftir þjóðhagslegri arðsemi þeirra. Slíkt mat getur oft verið mjög vandasamt þar sem ábatinn dreifist víða eða kemur fram með þeim hætti sem erfitt er að meta til verðs, s.s. með fækkun slysa. Einnig er nauðsyn að meta fórnarkostnað þeirra framleiðsluþátta sem renna til framkvæmdarinnar og velferðaráhrif þeirrar skattheimtu sem hlýtur að standa undir henni. Fyrir ríkið skiptir einnig máli hvaða áhrif framkvæmdin muni hafa á framtíðarskatttekjur. Á hinum Norðurlöndunum er komin löng hefð fyrir því að opinberar stofnanir beiti kerfisbundið kostnaðar-/ábatagreiningu við að meta arðsemi og forgangsraða samgönguverkefnum. Forgangsröðunin á sér bæði stað milli mismunandi málaflokka/ferðamáta og innan tiltekins málaflokks. Danska samgönguráðuneytið hefur um árabil staðið fyrir þróun og innleiðslu arðsemislíkans sem byggt er á félagshagfræðilegum grunni og aðferðarfræði kostnaðar-/ábatagreiningar [TERESA] til að forgangsraða samgöngufjárfestingum. Arðsemislíkanið TERESA reiknar ábata- og kostnaðarliði verkefnis sem fjármagnað er af hinu opinbera. Meðal ábataliða má nefna sparnað samfélagsins vegna styttri vegalengda og tímasparnaðar ásamt sparnaði samfélagsins vegna breytinga í ytri áhrifum: fækkunar slysa sem og minnkunar í hávaðamengun, loftmengun o.fl. Í kostnaðarliðum felst stofnkostnaður verkefnis, rekstrarkostnaður, velferðaráhrif skattheimtu og útgjaldaáhrif á hið opinbera í formi breytinga í skatttekjum vegna samgöngumannvirkis. Allir ábata- og kostnaðarliðir eru gerðir upp í markaðsverðum út frá sjónarhorni skattgreiðenda til að brúa það ósamræmi sem felst í því verðlagi sem hið opinbera/fyrirtæki og skattgreiðendur standa frammi fyrir. Verðlaunaritgerð Vilhjálms setur einmitt TERESU aðferðafræðina í íslenskt samhengi bæði með því að setja upp íslenskt gagnasafn og stika til þess að geta framkvæmt kostnaðar- og ábatamat er getur þjónað sem viðmið til forgangsröðunar hér á landi. Verður það að teljast mjög mikilvægt framlag til íslenskra samgöngumála sem gæti skilað töluverðum ábata í framtíðinni með skilvirkari ákvarðanatöku. Vilhjálmur beitir síðan TERESU aðferðafræðinni á fyrirhuguð Vaðlaheiðargöng og ber matið saman við önnur möt sem gerð hafa verið á göngunum. Hann kemst að því þau hafa neikvætt núvirði sem nemur rúmum fjórum milljörðum.Nánar má lesa um verðlaunin á vefsíðu GAMMA,
Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira