Innlent

Búrhvalshræ í Bakkafjöru

Elías Örn Einarsson, starfsmaður Sets, tók þessa mynd af hræinu á dögunum. Mynd/Elías Örn Einarsson
Elías Örn Einarsson, starfsmaður Sets, tók þessa mynd af hræinu á dögunum. Mynd/Elías Örn Einarsson
Um 15 metra langt búrhvalshræ fannst í Bakkafjöru, skammt vestan við Landeyjahöfn, síðasta miðvikudag. Mikinn óþef leggur frá hræinu sem hefur líklega velkst lengi í sjónum áður en það rak á land.

Nærri staðnum þar sem hvalshræið rak á land eru vatns- og rafmagnslagnir sem liggja til Vestmannaeyja. Hafa starfsmenn röraverksmiðjunnar Sets á Selfossi mátt þola nokkur óþægindi vegna óþefsins við störf sín í tengslum við lagnirnar.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvað skuli gert við hvalshræið en málið er á borði Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. - mþl



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×