Erlent

Búist við enn meira fannfergi í Bandaríkjunum

Íbúar í norðurhluta Bandaríkjanna búa sig nú undir enn meiri snjókomu en sjö eru látnir eftir stórhríð sem þar geisaði í gær. Nú spá veðurfræðingar allt að einum metra af jafnföllnum snjó í New York ríki í dag.

Í borginni Buffalo er snjólagið þegar orðið einn og hálfur metri og segir Ríkisstjórinn Andrew Cuomo að um storm aldarinnar sé að ræða. Mikill kuldi hefur verið í öllum ríkjum Bandaríkjanna undanfarna daga, þar á meðal í Flórída og á Hawai, þar sem menn eru vanari hitabeltisloftslagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×