Innlent

Búið að slökkva sinueld við Stokkseyri

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá brunanum í gær.
Frá brunanum í gær. Mynd/Þórir Tryggvason/Brunavarnir Árnessýslu
„Þetta er að klárast, síðustu menn eru bara að fara af staðnum,“ segir Lárus Guðmundsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu.

Tilkynning barst um sinueld við Stokkseyri um klukkan 10 í morgun á sama svæði og kviknaði í í gærkvöldi. Þá urðu yfir 10 hektarar lands eldi að bráð.

Lárus segir að slökkvistarfið sjálft hafi tekið um klukkutíma en útkallið hátt í þrjá tíma þar sem erfitt sé að komast að svæðinu.

„Við náðum að flytja litla dælu inn á svæðið á kajak og teljum að við séum nú búnir að ráða að niðurlögum eldsins.“


Tengdar fréttir

Aftur kviknað í sinu við Stokkseyri

Um 15-20 slökkviliðsmenn eru nú að störfum við Stokkseyri en aftur er kominn upp sinueldur á svæði þar sem kviknaði í í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×